Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 57
ÞEIR FÁ HEYRNINA AFTUR
65
greiningu, framkværadi hann ein-
falda aðgerð á eyranu með ör-
smáum tækjum. Með liprum
handtökum losaði liann istaðið,
sem hafði vaxið fast, og fjarlægði
það. Síðan setti hann i staðinn
taug' eða smáhlut úr ryðfríu
stáli, fimmtapart úr þumlungi að
lengd. Þetta bar tilætlaðan ár-
angur. Stálið gegndi sama hlut-
verki og heilbrigt istað: flutti
hljóðtitringinn áfram.
„Það var eins og ég hefði end-
urfæðzt“, sagði. konan við mig.
Hún er ein af þeim manneskjum,
sem eiga því láni að fagna, að
hafa fengið heyrnina aftur eftir
skurðaðgerð. Það er áætlað, að
um 15 milljónir Bandaríkja-
manna þjáist af gallaðri heyrn.
Að minnsta kosti þrjár af þess-
um milljónum eru börn, og hafa
fjögur af hverjum fimm þeirra
fengið sjúkdóminn fyrir fimm ára
aldur. Þessi vanheilindi láta ekki
mikið yfir sér, en eru samt al-
gengasti heilsugalli i Bandaríkj-
unum.
Og þessi blákalda staðreynd
þarf engan að undra. Áætlað er,
að í meira en helmingi allra
fylkja landsins séu börn á skóla-
aldri ekki heyrnprófuð, svo að
í lagi sé. Mörg börn eru dæmd
taugaveikluð og vangefin and-
lega, þegar ekkert er að annað
en slæm heyrn. Og þegar for-
eldrar og kennarar komast loks
að sannleikanum, er eins líklegt,
að heyrnardeyfan sé orðin ó-
læknandi. Það er líka staðreynd,
að alltof fáir sérfræðingar eru
starfandi i þessari grein.
Til að ltóróna þetta allt sam-
an er allur fjárstyrkur til rann-
sókna á þessu sviði mjög naum-
ur. Og hver er ástæðan? Jú, það
hrærir hjartastrengi okkar miklu
siður að vita af heyrnarlausu
fólki en til dæmis blindu og löm-
uðu. Við mætum þessum mann-
eskjum jafnvel oftast án þess að
vita, að þær séu nokkuð öðru-
vísi en annað fólk. Athygli okkar
beinist fremur að öðrum og bet-
ur auglýstum sjúkdómum.
Vonir hinna heyrnarlausu hafa
aukizt stórlega við tilkomu nýrra
undursamlegra skurð- og rann-
sóknartækja. Og heyrnartækin
verða sífellt betri.
Af skynfærunum er augað eitt
flóknara líffæri en eyrað. Þar
getur margt farið úrskeiðis.
Eyrnasjúkdómar skiptast aðal-
lega í tvennt: þeir sem stafa af
leiðnigalla og þeir, sem stafa af
bilun í heyrnartauginni sjálfri.
Heyrnarleysi, sem stafar af
leiðnigalla, á rót sina að rekja
til einhverrar hindrunar á hljóð-
bylgjunum eða titringnum, og
kemur þar helzt til greina óeðli-
lega mikill mergur eða vökvi, of-