Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 62
70
ÚR VAL
sævarbúi; það hefur ófullkomna
afturfætur, falda milli vöðva
líkamans, og á framhreifunum
sést móta fyrir samföstum fingr-
um.
MarsvíniS fæðist tannlaust. En
eftir nokkrar vikur byrja þær
að sjást, en endanleg tala þeirra
er 44 í hvorum skolti. Þótt kálf-
urinn sé á brjósti í næstum ár,
byrjar hann að japla á kolkröbb-
um eftir sex mánuði. Öndunin fer
fram gegnum eina nös, sem er
hálfmánalaga op efst á hausnum,
og lokast þegar það snertir sjó-
inn. Með nösinni getur marsvínið
myndað ýmis hljóð.
Augun eru rétt fyrir aftan
munninn, og líkjast þau talsvert
mannsaugum, enda vel fær að
meta fjarlægðir. Marsvínið er
gætt næmustu heyrn eða heyrn-
artilfinningu allra dýra og hefur
hreyfanlegt innra eyra. Iívað
önduninni viðvíkur, getur það
kafað í sex mínútur án þess að
koma upp til að anda.
Meðalaldur marsvína er um
þrjátiu ár, og mest allt lífið eru
þau á hreyfingu. Þau „sofa“ í
smáblundum í sjóskorpunni;
venjulega eru augun þá lukt í
hálfa mínútu, en stundum getur
þessi tími lengzt upp í fimm mín-
útur.
Eitt af þvi áhrifamesta, sem ég
hef augum litið, er fæðing mar-
svíns. Kunningi minn, sem var
líffræðingur, hafði boðið mér að
vera viðstaddur þessa stóru
stund. Hin verðandi móðir var í
sjógeymi á rannsóknarstöð í
Kaliforníu. Þessi blágrái, níu
feta iangi skrokkur hélt sig ná-
lægt botninum, þegar afkvæmið
kom i Ijós, sporðurinn fj'rst, ann-
ars mundi drukknun sigla í kjöl-
farið. Fæðingin tók rúman hálf-
tíma. Að hcnni afstaðinni sneri
móðirin snöggt og sterklega upp
á sig og sleit með því naflastreng-
inn, og þar með var þriggja fe-ta
langur kálfurinn frjáls og synti
upp á yfirborðið. Eftir að hafa
stungið hausnum upp úr vatninu
og andað, hvarf hann aftur til
mömmu sinnar.
Líffræðingurinn sagði við mig:
„Kálfarnir sjá undir eins og þeir
fæðast, þeir heyra vel og þekkja
köll móður sinnar og gefa sjálfir
frá sér ýmis hljóð.“ Við horfðum
á afkvæmið sjúga tvo spena, sem
voru nálægt sporði móðurinnar.
Segja má, að móðirin hafi spraut-
að mjólkinni í munn barnsins
síns með því að draga saman
kviðvöðvana.
„Taktu nú eftir,“ sagði kunn-
ingi minn. Kálfurinn var að
synda nálægt mömmu sinni, þeg-
ar annað fullvaxið marsvín kom
skyndilega í Ijós við hlið hans,
og þessi þrjú syntu nú í makind-