Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 103
RÉTT VIÐHORF TIL KYNFERÐISMÁLA
111
iS fyrir vonbrigðum í hjónaband-
inu af því að kynlífið hefur ekki
fært þeim annað en líkamlegt
samband, — ekki ást. Margar gift-
ar ltonur hafa sagt við mig eitt-
hvað á þessa lund: „Ég vildi, að
maðurinn minn gæti stundum ver
ið eins blíður og nærgætinn við
mig og hann var í tilhugalifinu.
En nú er eins og hann líti naum-
ast við mér, nema til að sam-
rekkja mér. Ef hann væri líkari
því, sem hann var yngri, mundu
tilfinningar mínar vakna miklu
fyrr, og kynmökin kæmu af sjálfu
sér“.
Á hinn bóginn segja margir
kvæntir karlmenn: „Ég trúi ekki,
að konan mín hafi nokkra ánægju
af að vera í bólinu með mér. Ég
get ekki haldið annað en að hún
sé orðin köld“.
Ástæðan er næstum alltaf sú
sama: Eiginmaðurinn hefur
gleymt þeirri ævafornu stað-
reynd, að það þarf að biðla til
konunnar. Enda þótt hún sé
margra barna móðir, er hún söm
við sig. Vilji eiginmaðurinn, að
sambandið við konu sína sé ann-
að og meira en einskær svölun
kynhvatarinnar, verður hann að
sýna henni nærgætni og ástúð.
Ekki svo mikið sem einn eigin-
maður af tuttugu skilur andlegan
og líkamlegan mismun karla og
kvenna. Ég hef rætt við marga
eiginmenn og tilvonandi eigin-
menn, sem hafa ekki einu sinni
vitað, að kona er miklu seinni til
kynferðislega e-n karlmaðurinn.
Leyndardómur hamingjusams
hjónabands er að miklu leyti fólg-
inn í frjóu ímyndunarafli og vak-
andi hugsun. Karlmaður, sem hef-
ur þessa eiginleika á valdi sínu,
finnur á sér, hvenær konan hans
er upplögð til ásta. Þau tækifæri
notar hann, en í annan tíma lætur
hann hana i friði.
Karlmaðurinn er alltaf reiðu-
búinn til ástmaka, svo fremi
hann sé ekki veikur eða mjög
þreyttur. En ástríða konunnar er
háð sveiflugangi; þar er um að
ræða öldutoppa og öldudali. Sá
eiginmaður, sem leggur sig fram
um að skilja konu sína, kynnist
fljótlega þessum bylgjugangi og
lærir að taka tillit til hans, og um
leið er skapaður traustur grund-
völlur undir farsælt hjónalif.
EF BROS gerir andlitið vingjarnlegra, er það góður maður,
sem á í hlut. Ef bros óprýðir frítt andlit, skaltu vara þig.