Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 20
28
borin upp við rithöfundinn sjálf-
an, m. a. eitt sinn í foringja-
veizlu nálægt vígstöðvunum í
Frakklandi í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Kipling hreif áheyrendur
sína með frásögnum frá Indlandi,
og við Laborie major, sem sat
hið næsta honum, sagði hann:
— Jú, vissulega var Mowgli til,
og sagan af honum er mjög lik
því sem ég skýri frá í bók minni.
Hann hét auðvitað ekki Mowgli,
heldur var uppnefndur „froskur-
inn“, stórskemmtilegur maður,
sterkur eins og naut.
i ÚR VAL
—- Hversu lengi var hann i
skógunum?
— Það veit ég ekki. í Suður-
Bengal, þar sem Mowgli fannst,
hverfa börn á hverjum degi.
Hann hefur áreiðanlega dvalizt
hjá úlfum. Þegar ég kynntist hon-
um, var hann tvítugur, og hafði
verið 4 ár hjá mönnum, eftir að
hann fannst.
Samt er rétt að láta það fylgja,
að sumir vísindamenn bera enn
brigður á það, að börn hafi ver-
ið alin upp hjá dýrum.
Fyrstur allra Englendinga til Lhasa.
THOMAS MANNING var efnilegur stærðfræðingur og háskóla-
kennari i Englandi, en lagði upp í ferðalag til Austurlanda. 1
ellefu ár dvaldist hann eystra, og varð fyrsti Englendingurinn,
sem kom til Lhasa, höíuðborgar Tíbet. Hann hafði numið læknis-
fræði, áður en hann fór austur til þess að stunda lækningar
þar. Tíbet var undir yfirráðum Kína i þá daga, en hann dvaldist
þar 1816, og vildi það honum til að hann gat fengið að ferðast til
Lhasa með kínverskum her sem læknir alla leið sunnan frá
landamærum Indlands. Hann kynntist Daiai Lama, sem þá var
lítill drengur, og urðu þeir miklir og nánir vinir. Kínverjar voru
hins vegar mjög hræddir um völd sín og áhrif í Tíbet og tóku að
tortryggja Manning, flæmdu hann úr landi, og komst hann við
illan leik til Indlands aftur. Thomas Manning settist svo að heima
í föðurlandi sinu og gerðist frægur fyrir reynslu sina og vizku.
— Skv. History Today.