Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 104
^ERlSK KONA var í or-
Iofi á Sikiley fyrir 20—
30 árum. Hún fékk sér
leigðan vagn og ók um
nokkur þorp nálægt hótelinu,
sem hún dvaldist á, og áður en
hún fór I slíkar ferðir kom hún
oft við í banka, og skipti göml-
um seðlum, fyrir nýja, því að
henni geðfellu ekki gamlir seðl-
ar. Hún talaði ítölsku, en ekki
mállýzku fólksins í þorpunum.
E’itt sinn var hún á slíkri
ökuferð og rakst Þá á mann-
þröng nokkra úti á götu í einu
KRAFTAVERK
SIKÍLEY
þorpanna, er safnazt hafði utan
um karlmann og konu. Þau
voru í hávaða rifrildi. Vagn-
stjórinn skýrði henni frá því,
að konan væri ekkja og hefði
maðurinn verið vinur eigin-
manns hennar, og héldi hún
því fram, að hann geymdi pen-
inga, er maður hennar hefði
látið eftir sig. Því neitaði mað-
urinn.
•— Hversu mikil var upp-
hæðin? spurði hún.
Vagnstjórinn sagði henni það.
Þá tók hún upp glænýja pen-
ingaseðlana sína og fékk kon-
unni upphæðina. Það var mikil
upphæð í augum hennar, þótt
amerísku frúnni fyndist hún
lág.
112 — Cr
Næsta morgun kom gistihús-
stjórinn til hennar með miklu
írafári og hrópaði:
— Signora, það hefur gerzt
kraftaverk.
Og svo sagði hann henni sög-
una af fátæku ekkjunni, sem
frúin sjálf þekkti allra bezt.
— Og svo kom hin heilaga
guðsmóðir sjálf niður af himn-
um til þess að gefa konunni
nákvæmlega Það, sem hún hafði
misst, hrópaði hann grátklökk-
ur. Og á eftir varð manngarm-
urinn, sem ætlaði að hafa af
henni hennar réttmætu eign,
svo hræddur, að hann borgaði
henni möglunarlaust.
— En hvernig getið þér ver-
ið viss um, að þetta hafi verið
kraftaverk, signor, spurði kon-
an. Gæti þetta ekki hafa verið
bara venjuleg kona —■ eins og
t. d. ég sjálf — sem gaf ekkj-
unni peningaupphæðina.
— Þér skiljið, signora, svar-
aði maðurinn, að peningarnir
voru ekki þvældir og óhreinir
eins og peningarnir okkar eru.
Nei, nei. Þeir höfðu aldrei ver-
ið snertir af mannlegum hönd-
um.
— Já, en það er hægt að fá
nýja peninga í bankanum,
maldaði frúin í móínn.
— Þér verðið að afsaka frú.
Lokasönnunin er, fólk heyrði
hina heilögu jómfrú tala, og
enginn dauðlegur maður skildi
eitt orð af Því, sem hún sagði.
Coronet —