Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 84
92
ÚR VAL
En þar fyrir þurfa alinennar
gáfur ekki að hafa beðið hnekki.
Ýmis hressilyf (amphetamine og
henzedrine) geta komið að miklu
gagni. Læknir einn skýrir frá
hundrað börnum, sem voru
taugaveikluð og allt að því mann-
fælin og höfðu bersýnilega fengið
heilabólgu (encephalitis). Þeim
var gefið benzedrine, og í 98 til-
fellum var árangurinn ágætur.
Margt roskið fólk þjáist af
beinmeyru (osteoporosis), sem
leiðir af sér bogið bak. Sakir
þess, hve algengt þetta er meðal
hinna öldruðu, hafa læknar tal-
ið ástæðuna vera skort á kyn-
hormónum. En oftast koma
hormónaskammtar ekki að neinu
gagni í þessum tilfellum, og því
stöndum við læknarnir ráðlitlir
gagnvart þessum sjúkdómi.
Vísindamenn hafa tekið eftir
því, að sé hvítum hænum, svo-
nefndum ítölum, gefið fóður,
sem eykur mjög varpið, þá getur
komið fram í þeim beinmeyra.
Þessi uppgötvun gæti orðið til að
auka þekkinguna á þessum sjúk-
dómi. Það er vitað, að i hænum
þessum er of mikið af kven-
hormónum en ekki of litið, og
hormónagjöf getur aukið sjúk-
dóminn.
Beinmeyra er þrisvar sinnum
algengari meðal kvenna en karla
og getur verið á svo háu stigi, að
bein brotni við minnsta hnjask.
En hormónagjöf framkallar ekki
sjúkdóminn hjá rosknu fólki.
Vonir standa til, að rannsóknir
á hænsnum varpi nýju Ijósi á
sjúkdóminn i mönnum. Sjúkdóm-
ar í mönnum og lægri dýrum eru
oft svipaðs eðlis, og það er til
mikillar hjálpar í leitinni að nýj-
um lyfjum. Sem dæmi þess má
nefna, að bezta lyfið við floga-
veiki í börnum fannst eftir til-
raunir á rottum með sama sjúk-
dóm.
Prófaðu þekkingu þína. Svör við spurningum á bls. 56.
1. Gylfi Gröndal. — 2. Sjóurriði, sem veiðist á vorin á Snæ-
fellsnesi. — 3. Wagner. — 4. Kvæðinu Brautin eftir Þorstein
E’rlíngsson. — 5. Indónesíu. — 6. Stofnandi Hjálpræðishersins
1865. — 7. Þjóðflokkur frá Asíu, sem réðst inn i Evrópu á 4. og
5. öld. ■— 8. Albany. — 9. Harry Lillis Crosby. — 10. 1 Kaspiahaf.