Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 128
136
URVAL
Sv<>^a eR L\flÐ
1 FYRRI heimsstyrjöldinni skipt-
ust menn hér á landi mjög í tvo
hópa. Hélt annar með bandamönn-
um, en hinn með Þjóðverjum. Urðu
oft kappræður og deilur út af
Þessu manna á milli. En nokkrir
voru þó hlutiausir.
Sú saga er sögð I því sambandi,
að gestur nokkur kom á bæ í Kjós
og hélt mjög fast fram málstað
Þjóðverja, en bóndi, sem var gáf-
aður maður og gætinn vel, kvað
illt að skera úr um það hvor rétt-
ara hefði fyrir sér, þegar tveir
deildu.
Þegar hann fylgdi gestinum til
dyra, bar svo við, að hundur gests-
ins og heimahundurinn ruku sam-
an á hlaðinu og urðu þar hin
grimmilegustu áflog. Spurði þá
bóndi og hristi um leið höfuðið:
— Jæja, hvor þeirra heldurðu
nú að hafi rétt fyrir sér.
— elg.
ÞESSI saga er af Karli heitn-
um ísfeld, er hann var við nám
í Menntaskólanum á Akureyri. Á
þeim árum voru menntaskólanem-
ar vanir að kveðast á í gegnum
síma við Húsvíkinga. 1 þessum
vísnasendingum bar hæst kveðskap
þeirra Karls af menntaskóiasvein-
um og Egils hagyrðings Jónassonar
af hálfu Húsavíkurmanna. Þess
verður að geta, að Karl hét fullu
nafni: Karl Níels Lillienthal Isfeld,
og var honum meinillá við að vera
nefndur öllum nöínunum.
Eitt sinn var Karl veikur, þeg-
ar Húsvikingar og menntaskóla-
menn þreyttu kveðskapinn. Það
fann Egili fljótlega, að Kaila
vantaði og sendi eftirfarandi fyrir-
spurn um hagyrðinginn:
Kalli hefur kveðið oft,
hvar er Níels falinn?
Lenti Isfeld upp í loft
ofan í Lillien-dalinn?
Þ. G. E.
ÞE'KKTUR tónlistarmaður 1
Reykjavík, sem er fljótt á iitið ekki
ólíkur einum þekktasta kvenlækni
borgarinnar, var eitt sinn að kaupa
eitthvað smávegis í verzluninni
Vísi á Laugavegi 1. Vék sér þá að
honum maður, sem hanp hafði
aldrei séð áður, tók þéttingsfast
i höndina á honum og sagði:
— Þakka þér kærlega fyrir
sprautuna, sem þú settir i kerlingr
una mína um daginn, Hún var fljóf
að verka! Exó,