Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 169
IIVAÐ ER KONA Afí GERA HÉR?
177
í fangi og annað, nokkru eldra, á
háhesti . . . hár og grannvaxinn
piltur og ung stúlka, grátandi af
þreytu — þetta var fyrsta, ung-
verska flóttafjölskyldan, sem ég
komst í kynni við. Þegar þetta fóik
náði að lokum út fyrir landamær-
in, sem mörkuð voru varðeldum er
austurrísku bændurnir kyntu dag
og nótt, leyndi það sér ekki hve
óumræðilega fegið fólk þetta varð;
það grét sem fyrr, en grátur þess
var allur annar, og það sagði ekki
margt, þegar það hélt áfram för
sinni eins og það gengi í svefni,
unz það kom í næsta þorp, en mað-
ur þurfti ekki annars við en líta
það í svip, til þess að sannfærast
um hversu óumræðilegar þrenging-
ar það var að flýja.
Tiu nætur samfleytt hélt ég mig
við varðeldana. Flóttafólkið þorði
yfirleitt ekki að fara yfir landa-
mærin að degi til, en á stundum
fóru allt að því 6000 yfir þau á
einni nóttu. Ég ræddi við þetta fólk
og tók ljósmyndir og fór nokkrum
sinnum yfir landamærin — inn fyr-
ir jaðar járntjaidsins. Við fórum
með ýtrustu gát, því að blysflaug-
arnar og leitarljós leyniskyttanna
gerðu náttmyrkrið engum öruggt,
en sagan var ekki nema háifsögð
utan landamæranna, svo við mátt-
um einskis láta ófreistað. Auk þess
varð að koma lyfjabirgðunum til
skila.
Eina nóttina slóst ég því í för
með tveim ungverskum frelsislið-
um, sem komið höfðu til að sækja
lyf til notkunar í sjúkraskýlum sín-
um. Áður er frá því sagt hvernig
för okkar lauk og ég var tekin
til fanga.
Næstu tuttugu klukkustundirnar
ávarpaði mig enginn á máli, sem ég
skildi, en þá var ég afhent AVO,
ungversku leynilögreglunni, ásamt
Ferri, og vorum við flutt til
stöðva hennar í stórri borg langt
fyrir innan járntjaldið. Ferri var þá
yfirheyrður tafarlaust en ég beið.
Stundu síðar kom hann út úr hlið-
arherbergi, og talaði við mig, þrátt
fyrir bann fangavarðanna. „Þeir
trúa ekki einu orði“, sagði hann.
Nú kom að mér. „Hvers vegna
flýðuð þér til Ungverjalands?,
spurði náungi, klæddur bláum ein-
kennisbúningi, mig á þýzku.
Ég varð steinhissa. „Ég flýði alls
ekki til Ungverjalands“, svaraði ég.
„En þér voruð tekin höndum inn-
an landamæranna", sagði hann.
„Ég veit ekki hvert ég var kom-
in, þegar á mig var ráðizt. En þar
var ekki um neina handtöku að
ræða. Menn yðar skutu á mig fyrir-
varalaust, Ég var að koma lyfja-
birgðum til landa yðar frá löndum
mínum“.
„Haldið þér að ég leggi trúnað
á slíka rökkursögu", svaraði sá