Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 161
HVAÐ ER KONA AÐ GERA HÉR?
1G9
sagði að við skyldum þá halda af
stað. „Þér þurfið ekki að gera yður
í hugarlund að þér fáið mig til að
fylgja yður lengra en að víglín-
unni“, sagði hann.
Ég hef aldrei orðið fyrir öðrum
eins vonbrigðum og þegar hann
tilkynnti mér, eftir að við höfðum
ekið í tæpa þrjá stundarfjórðunga,
að við værum komin á leiðarenda.
Þarna var ekkert að sjá annað en
stóröldótta sandauðnina, svo iangt
sem augað eygði. Mér kom til hug-
ar að ég hlyti að koma auga á eitt-
hvað markvert ef ég klifraði upp
á næstu sandöldu; þá sæi ég að
minnsta kosti yfir hálfa eyna —
annað mál var svo hvort það væri
þorandi. Ég labbaði mig af stað,
bjóst við því að liðsforinginn
mundi skipa mér að snúa við, ef
hann áliti mig ana í bráða lífs-
hættu; annars mundi hann senni-
lega fylgja mér eftir.
En liðsforinginn gerði hvorugt.
Hann stóð við bílinn og horfði
stöðugt á veginn. Ég mundi það
nú, að ég hafði gleymt að spyrja
hann í hvaða átt víglínan væri,
ákvað því að taka nokkrar yfiriits-
myndir í ýmsar áttir, þá hiytu þó
alltaf nokkrar að verða réttar. Ég
stóð föstum fótum, teinrétt hæst á
öldunni; sá þrjá skriðdreka í mynd-
sjánni en svo langt í burtu að þeir
minntu helzt á ieikföng og þegar
einn þeirra hleypti af byssum sín-
um, sá ég reykinn löngu áður en
ég heyrði skotið. Annað gerðist
ekki, ég heyrði ekki annað en minn
eigin andardrátt og svo einhvern
þyt, ekki ólíkan vespusuði; hvar
voru hermennirnir?
Mér varð rórra við að sjá liðs-
foringjann standa þarna við bílinn,
annars hefði ég getað haldið að ég
væri eina eftirlifandi mannveran á
þessum slóðum. Og þegar ég hafði
lokið við að taka allar þær mynd-
ir, sem ég taldi nauðsyn bera til
og lagði af stað niður sandölduna
aftur, titraði ég af annarlegum
ótta. Þegar ég nálgaðist bílinn,
glápti liðsforinginn á mig.
„Þetta er sú mesta fífldirfska,
sem ég hef séð til nokkurs manns
á allri minni ævi. Gerðuð þér yður
grein fyrir því, að stórskotalið
beggja aðila og allar ieyniskytturn-
ar að auki, fengu að minnsta kosti
tíu mínútna frest til að miða á
yður skotvopnum sínum? Gátuð
þér ekki sagt yður það sjálf, að
yður bar þarna við himin? Og
að ég hefði fengið mína refsingu,'
ef þér hefðuð orðið fyrir skoti?“
Ég hugsaði málið nokkur and-
artök. „Þér eigið við að það hefði
verið öruggara að ég hefði legið
við myndatökuna?"
„Laukrétt", svaraði liðsforinginn.
„Haldið þér að yður takizt að
muna þetta framvegis?"
,,Áreiðanlega“, svaraði ég. „Mér
fannst ég vera eitthvað svo ein-
mana þarna uppi“.