Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 134
142
ÚRVAL
fótum, kuldakennd, óreglulegur og
hægur æðasláttur, einkennilega
gulleitur hörundsiitur.
Þótt sum þessi sjúkdómsein-
kenni kunni að hafa bent til
krabbameins, var ekki hægt að
skoða önnur þeirra sem afleiðing-
ar illkynjaðrar meinsemdar. Inn-
byrðis samband þeirra og sú stað-
reynd, að á eftir þessum ofsa-
fengnu veikindaköstum fylgdi ætíð
tímabil nokkurs afturbata, gáfu til
kynna, að Napóleon var fórnar-
lamb arsenikeitrunar.
Líkt og dr. Forshufvud tekur
fram, sýndi líkskoðunin einnig ein-
kenni, sem eru sérkenni arsenik-
eitrunar en ekki krabbameins,
stækkaða og harða lifur, stækkað
milta, mikið vökvaútrennsli úr sog-
æðakirtlum, mikil fitulög undir
húðinni, einkum á kviði.
Til þess að fullkomna leynilög-
reglustarf sitt þurfti dr. Fors-
hufvud að styðja fræðilegar álykt-
anir sínar með raunverulegum, á-
þreifanlegum sönnunum. Þetta
tókst honum með því að notfæra
sér þá nýjustu tækni, sem vísind-
in leggja nútíma sakamálarann-
sókn upp í hendurnar, hina svo-
köliuðu geislavirknigreiningu
(activation analysis).
Sýnishorn efnis þess, sem rann-
saka skal, hversu smátt sem það
kann að vera, jafnvel þótt aðeins
sé um að ræða rykkorn, örlítinn
blett eða eitt hár, er gert geisla-
virkt með því að skjóta að því
neutrónum í kjarnorkuofni. Geisla-
virkar frumeindir er hægt að finna,
flokka eftir frumefnum og telja, og
því er hægt að ákvarða tilvist
jafnvel hins örsmæsta magns
framandi efnis eða efnasambands.
Greiningin er svo hárnákvæm, áð
hægt er að ákvarða tilvist fram-
andi efnis, þótt magnið nemi ekki
nema einum billjónasta hluta úr
únsu.
Hár af höfði keisarans.
Dr. Forshufvud útvegaði sér frá
Franska hersafninu (French Army
Museum) í París hár af höfði
Napóleons, en hár það hafði verið
tekið af höfði hans daginn eftir
andlát hans. Þetta skyldi verða
sönnunargagnið. Þetta sýnishorn
vó um 16/10000 hluta úr únsu.
Hann fór með það til Englands,
en þar var það gert geislavirkt
með neutrónuskothríð í kjarnorku-
ofni Kjarnorkurannsóknarstöðvar-
innar (Atomic Energy Research
Establishment) I Harweli. Síðan
var það efnagreint í rannsókna-
stofum við Réttarfarslegu læknis-
fræðideildina (Department of For-
ensic Medicine) í Glasgow í Skot-
landi.
Nútima morðingjar forðast
venjulega að nota arsenik, og á-
stæðan er sú, að það safnast sam-
an í nöglum og hári fórnardýrsins,