Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 92
100
ÚRVAL
„Ég marglas þessa bók“, sagði
hann mér, „og sótti í hana mikla
uppörvun, því að mér fannst ég
eiga svo margt sameiginlegt með
Christian pílagrími".
í janúar 1960 hafði Kayira ferð-
azt allt að þrjú þúsund mílurogvar
nú kominn til Kampala í Uganda.
Var nú meira en ár liðið síðan
ferðin hófst. í þorpi þessu inn-
vann hann sér peninga með því að
bera byggingarsteina. Og nú kom
tilviljunin honum til hjálpar og
færði hann stórum nær takmark-
inu.
Hann segir sjálfur svo frá: „Ég
kynntist pilti, sem kunni ensku,
og var tíður gestur í bókasafni upp-
lýsingaþjónustu Bandaríkjanna
þarna á staðnum, en aðgangur að
safninu var ókeypis. Ég fór að
dæmi hans og gluggaði í bækurnar
í safninu og þótti gaman að sjá þar
nýútkomna bók um Abraham
Lincoln, en honum hafði ég mikið
dálæti á.“
Eitt sinn, þegar hann var staddur
í safninu, sá hann handbók um
bandaríska mennta- og háskóla.
Fyrsta nafnið, sem hann rak augun
í í bókinni var Skagit-Valley-
menntaskólinn. Hann skrifaði nafn-
ið undir eins hjá sér og ritaði fljót-
lega umsókn um skólavist þar og
sendi bréfið til Washington. Ekki
vissi hann, hvar í Bandaríkjunum
Washington-fylki er, og hann hugs-
aði sem svo: Ef ég fæ ekki jákvætt
svar, skal ég reyna annars staðar.
Réttum tveim vikum síðar mót-
tók hann bréf með póststimplinum
USA, og var hann fljótur að opna
það titrandi höndum. Hann varð
síður en svo fyrir vonbrigðum:
Ekki einasta hafði umsóknin verið
tekin til greina, heldur var honum
líka ráðlagt að sækja um náms-
styrk og honum boðið starf.
En Bandaríkin voru enn 10 þús-
und mílur í burtu, og það kostaði
peninga og ýmis skilríki að brúa þá
vegalengd, — erfitt verkefni fyrir
félausan pilt, sem fór frá heima-
landi sfnu án allra opinberra papp-
fra.
Með hjálp manns, sem áður hafði
verið trúboðskennari, tókst Kayira
að útvega sér vegabréf, og hinn
fyrsta dag septembermánaðar 1960
hélt hann vonglaður ferðinni á-
fram. Nú hafði hann keypt fyrstu
skóna fyrir vinnupeninga sína. Nú
lá leiðin enn um héruð óvinveitts
fólks. Sumir þessara þjóðflokka
voru svo frumstæðir, að fólkið
gekk nakið. Hann var smeykur um,
að á sig yrði ráðizt, og var því
mest á ferli á nóttunni. Einmana-
leiki, hungur og þorsti var enn
komið til sögunnar.
Loks komst hann til Juba f Súd-
an, sem er þorp á bökkum Nílar.
Þar fékk hann far með skipi niður
eftir ánni, en deila varð hann loft-