Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 171
IIVAÐ ER KONA AÐ GERA HÉR?
179
bláklæddi. Ekki lézt hann heyra
kröfu mína um að ég fengi að
hafa samband við fulltrúa banda-
riska sendiráðsins, og um nóttina
dvaidist ég í fangaklefa — í fyrsta
skiptið á ævinni.
Morguninn eftir var sá blákiæddi
hin kátasti. „Jæja, nú fáið þér að
hafa samband við sendiráðið yðar“,
tilkynnti hann, þegar ég var leidd
út úr fangaklefanum og inn í bíl af
rússneskri gerð. Eftir hundrað
mílna akstur komum við til Buda-
pest, þar sem ekillinn beygði af
aðalgötunni og ók inn um hlið á
háum og miklum múrvegg, og voru
miklar grindur úr smíðajárni í hlið-
inu. Fyrir innan hliðið tók við
steinlagður garður, umlukinn á
þrjá vegu grámóskulegum steinhús-
um með hlerum fyrir öllum glugg-
um.
Ég var leidd um löng göng með
klefahurðum á báðar hendur, unz
kom inn í stóra skrifstofu, þar sem
allt bar vitni heldur lítilli reglu og
þrifnaði. Þar sat þreklegur náungi
við skrifborðið og ung stúlka með
slátrarasvuntu stóð þar inni og þrír
fangaverðir. „Bandaríska sendiráð-
ið“, sagði ég og viidi ekki hverfa
frá kröfu minni.
„Nem“, svaraði náunginn við
skrifborðið, vélritaði nokkrar lín-
ur á blað og benti mér síðan að
fylgjast með stúlkunni inn í aftjald-
aðan krók í skrifstofunni.
Stúlkan með slátrarasvuntuna lét
mig síðan afklæðast hverri spjör,
og er hún hafði tekið allt, sem
hún fann í vösum mínum, að nokkr-
um sígarettum undanskildum, iét
hún mig klæðast aftur, nema hvað
hún tók af mér beiti mitt og reim-
arnar úr skónum, en sú varúðar-
ráðstöfun var jafnan viðliöfð, til
þess að fangarnir hefðu ekki neitt
til að hengja sig í. Ég mótmælti
ölium þessum aðgerðum harðlega,
en það reyndist þýðingarlaust;
tveir af fangavörðunum leiddu mig
út úr skrifstofunni og inn í lyftu,
og þegar hún hafði staðnæmzt,
gengum við um dyr á tveim skil-
rúmum úr stáli og inn í klefagang,
þar sem allt virtist stál í hóif og
gólf. Ég þurfti nú ekki neins að
spyrja, ég hafði áður heyrt þessum
húsakosti lýst. Mér hafði ekki ver-
ið varpað í neina hversdagslega
dyflissu, heldur þá illræmdustu,
sem fyrirfannst í Ungverjalandi —
Fö-dyflissuna i Budapest.
Við hengjum þig ekki í dag . . .
Innan veggja dyflissunnar rlkti
skipulagt skipulagsleysi, miðað við
að glepja tímaskynjun fanganna,
svipta þá hversdagslegri fótfestu,
svo auðveldara væri að brjóta nið-
ur alla viljavörn. Fanginn gat aldrei
vitað hvenær hann fengi mat, eða
hvenær og hve lengi honum yrði
leyft að hvílast.