Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 65
GÓÐVINUfí MANNSINS í IIAFINU
73
þeirra og kenna þeim okkar.
Marsvínsheilinn er mjög þrosk-
aður og meðalþyngd hans er tal-
in vera 3,7 ensk pund, (heili
meðalmanns vegur 3,1 enskt
pund), og frumufjöldinn í sama
rúmtaki sá sami og hjá mann-
inum.
Einn rannsóknarmaðurinn, sem
fylgist með marsvínum í sjó-
geymum, hlerar hfjóð þeirra
með sérstökum tækjum og tekur
þau upp á segulbönd. Stundum
hafa heyrzt hljóð, sem er mjó-
róma stæling á hans eigin rödd.
„Marsvínið stælir rödd mína svo
vel“, segir hann, „að konan mín
gat ekki annað en hlegið. En ég
náði mér seinna niðri á henni,
þegar það stældi líka hláturinn
hennar!“
Sumir vísindamenn hallast að
þeirri skoðun, að vera megi, að
marsvínin hafi hærri greindar-
vísitölu en menn. En sökum þess,
hve vel þau eru samhæfð um-
hverfi sínu, hefur heili þeirra
ekki þurft að taka miklum fram-
förum. En hefði lífsaðstaðan kall-
að á meiri þroska heilans, er
auðvelt að láta sér detta í hug, að
eitthvað stórfenglegt hefði átt sér
stað. Ef heili marsvinsins er jafn-
margslunginn og hæfur og marg-
ir halda, þá er sá möguleiki hugs-
anlegur, að maðurinn, herra jarð-
arinnar, eigi eftir að tala við og
skilja aðra dýrategund í fyrsta
skipti.
Rjómaís í 30 þús. feta hæð,
FLUGMAJOR nokkur, sem Var með flugvélasveit sína á Kyrra-
hafseyju nokkurri í stríðinu, fann upp ærið nýstárlega aðferð
til þess að frysta rjómaís. Það var heitt þarna og engin tæki
til ísgerðar, en hann sjálfan og menn hans langaði i ís. Majorinn
tók dunk undan skotfærum, kom fyrir ás í gegnum hann og
setti á enda hans, er stóð út úr dunknum, dálitla handsmíðaða
skrúfu. Svo setti hann rjómaduft og annað tilheyrandi i þennan
strokk og festi hann svo við flugvél sína. Siðan fór hann í sína
venjulegu athugunarferð út yfir Kyrrahafið. En áður en hann
lenti, brá hann sér upp í 30 þús. feta hæð, en þar uppi var
hvorki meira né minna en 40 stiga frost (F). Þegar hann kom
til baka, var dunkurinn fullur af harðfrosnum rjómaís.
— Coronet.