Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 75
JESÚS MANNKYNSSÖGUNNAR
83
inga á fyrstu öld, en því miður
hefur þessum ummælum, sem enn
eru til I gríska tekstanum af „Forn-
menjar Gyðinga“ um Jesú, bersýni-
lega verið breytt af kristnum end-
urskoðendum seinni tíma.
Ein bezta sönnunin fyrir (sann-
söguleika) Jesú fæst vissulega óaf-
vitandi í hinum kristnu guðspjöll-
um. Hún feist í þeirri játningu, að
upphafsmaður breytingarinnar hafi
verið krossfestur sem byltinga-
maður af hinum rómverska land-
stjóra í Júdeu, Pontíusi Pílatusi. Ef
við athugum, hve sú staðreynd var
óþægileg og átti eftir að valda hin-
um fyrstu kristnu mönnum ákaf-
lega miklum vandræðum, sjáum
við að ástæðulaust er að ætla, að
þeir hafi búið hana til.
En enda þótt sú staðreynd sé
hafin yfir allan efa, að Jesú hafi
raunverulega verið til, er ekki þar
með sagt, að lýsing sú, sem við
höfum af honum, verði viðurkennd
sem áreiðanleg söguleg staðreynd.
Það er hér, sem við komum að hin-
um fjölbreyttu rannsóknum um
upphaf kristninnar.
Við höfum séð, að fyrstu ó-
kristnu frásögur af Jesú segja frá
krossdauða hans, af völdum Róm-
verja í Júdeu. En auk þess segja
þær okkur ekki annað en það, að
sagnfræðingar, annar rómverskur,
hinn gyðinglegur, sem skrifa um
atburðinn sjötíu til áttatíu árum
seinna, litu á Jesú og hreyfingu þá,
sem hann kom af stað, með kald-
rifjuðum fjandskap. Við höfum
þess vegna ekki við annað að styðj-
ast í rannsóknum okkar á mannin-
um Jesú og lífsferli hans, en hinar
kristnu frásagnir Nýja testamentis-
ins. En þessi rit voru öll samin af
mönnum, sem voru fyrirfram sann-
færðir um að Jesú frá Nazaret
væri holdi klæddur sonur Guðs,
sem með dauða sínum hefði frels-
að mannkynið frá eilífri andlegri
glötun. Ennfremur trúðu þeir því,
að hann hefði risið upp í nýjum
yfirnáttúrlegum heimi og að hann
myndi brátt koma aftur með dýrð
og valdi, til að dæma lifendur og
dauða. Af því leiðir, að við höfum
hér með trúfræði að gera, en ekki
mannkynssögu, en málið er samt
ekki svo einfalt, því að trúfræðin
er að verulegu leyti guðfræðilegar
útskýringar á sögulegum stað-
reyndum. Getum við þá náð til
baka til staðreyndanna að baki út-
skýringanna?
Þetta er hið sérstæða verkefni
sagnfræðinga frumkristninnar.
Það er sýnilega mjög erfitt og
margþætt verkefni, en það þarf
einnig mjög varlega meðferð vegna
annarra orsaka.
Því að rannsóknarefnið er ekki
aðeins fornsögulegur atburður,
sem vekur fræðilegan áhuga, —
það tekur yfir sjálfan uppruna
einna af mestu trúarbrögðura