Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 117
BANKI SPBENGDUB UPP
125
eftir dag, og nótt sem nýtan dag
fóru lögreglumennirnir í sínar vissu
eftirlitsferðir og voru stundum í
aðeins nokkurra feta fjarlægð frá
opi garðganganna. Enginn tók
sérstaklega eftir bláa Renaultbíln-
um, sem stóð þarna oft nálægt að
nóttu til.
Þegar komið var að allrasálna-
messu, þ. e. þann 31. okt., var Van
Steenbergh búinn að grafa sig 18
fet inn undir akbrautina á bak við
bankann og byrjaði að beina jarð-
göngunum skáhallt upp í móti og
bjóst við að komast þannig undir
gólf bankans. í stað þess komst
hann nú að opi undir bankanum.
Það var fjögur fet á hæð og sæmi-
lega breitt og átti að auðvelda við-
gerðarmönnum að komast að
skolp- og rafmagnslögnum.
Van Steeenbergh skoðaði þenn-
an „helli“ með hjáip vasaljóss og
uppgötvaði þá stiga. Við efri enda
hans var stáilúga. Hann opnaði
lúguna og rak þá hausinn upp í
miðstöðvarherbergi bankans, sem
var við hlið peningageymslunnar.
Hann óttaðist þjófabjölluútbúnað
og hætti sér ekki lengra. Hann
festi lúguna aftur og gekk niður
stigann að nýju. Hann tók eftir
því, að steinsteypuiagið undir pen-
ingageymslunni var 18 þumlungar
að þykkt.
í „helli“ sínum gat Van Steen-
bergh setið rólegur og gert áætl-
un um árás sína á peningageymsl-
una yfir höfði sér án þess að óttast,
að hann yrði ónáðaður. Þar var
þurrt og notalegt. Eftir að hafa
reynt að meitla dálítið úr stein-
steypunni, sá hann fram á, að
hann myndi þarfnast stórvirkari
tækja. Hann spurðist fyrir um það
í vinnustofu, sem leigði út ýmsar
vinnuvélar og tæki, hvers konar
tæki væru bezt til þess að vinna á
þykkri steinsteypu. Honum var
sýnd borvél og borar og fullyrt
var, að tæki þessi gætu fljótlega
unnið á steinsteypu. Sömu nóttina
fór hann aftur í vinnustofu þessa,
gat opnað þar bakdyr og stal
tækjunum.
Nú þurfti hann að útvega sér
rafmagnsorku fyrir borvélina. En
nú var Van Steenbergh orðinn
nokkurs konar heimagangur í
bankanum. Hann stakk leiðslunni
bara í heppilega innstungu í mið-
miðstöðvarherberginu. Og frá því
augnabliki miðlaði bankinn honum
af sínu eigin rafmagni til þess að
auðvelda honum ránið.
í fyrsta skipti sem Van Steen-
bergh reyndi að brjótast á stein-
steypuna, gerði stolni vélborinn
slíkan óskaplegan hávaða, að hann
kastaði honum frá sér og flúði,
fullviss þess, að hann myndi brátt
heyra í neyðarflautum lögreglunn-
ar, sem myndi hópast að úr öllum
áttum. En enginn kom á vettvang