Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 113
VARAÐU ÞIG Á MATAREITRUN
12
klukkan hálf sjö, þegar hann
klifraði niður úr rúminu sinu og
lagaði sér banvænan morgunverð
úr 32 aspiríntöflum, sem faðir
hans eða móðir hafði í gáleysi skil-
ið eftir á handlauginni í baðherberg
inu kvöldið áður.
Ég þekki rík hjón, sem eiga lag-
lega dóttur, en litla dóttirin þeirra
mun aidrei geta notað þýðu, yndis-
legu röddina, sem móðir náttúra
hafði gefið henni. Tveggja ára að
aldri tókst henni að gleypa sterka
eitursódaupplausn, sem ræstinga-
konan hafði lagað í gosdrykkja-
flösku og skilið eftir úti í horni í
baðherberginu. Barkakýli telpunn-
ar brenndist svo illa, að það er lítil
von um, að hún muni nokkru sinni
tala með eðlilegri rödd.
Að vísu koma slík slys fyrir víð-
ar en á heimilum, og fleiri en börn
gleypa eitur. Jafnvel útilegur geta
verið hættulegar, hvað matareitr-
anir snertir.
Nú hefur verið flett ofan af
versta matareitrunarbyrlaranum.
Hann er Staphylococcus aureus,
gerillinn, sem veldur þeirri tegund
eitrunar, sem í daglegu tali er köll-
uð „ptomaine“-eitrun (rotnunar-
eitrun).
Auk hættunnar af völdum gerils
þessa í fæðutegundum, gera menn
sér svo ekki fulla grein fyrir eit-
ureiginleikum margs. kyns efna,
sem notuð eru við heimilishald.
Um þetta segir dr. Roland K.
Wright: „Þrátt fyrir fjöimargar við-
varanir eru meðul oft skilin eftir á
stöðum, þar sem börn geta náð til
þeirra. Af efnum þeim, sem börn
kynnu að finna á heimilinu og
gleypa síðan, mætti nefna lög fyr-
ir vindlingakveikjara, skordýraeit-
ur, rottueitur, lakk, hárliðunar-
vökva, hárþvottalög, frostlög, bleik
ingarefni, þvottaefni alls konar,
húsgagnaáburð, salmíakspíritus. —
Það er einna algengast að það ger-
ist á þann hátt, að einhverju þess-
ara eiturefna, einkum steinolíu,
er hellt í tómt glas eða mjólkur-
flösku.“
Dauðsföll hafa orðið af völdum
þess, að gleypt hefur verið tetra-
klórkolefni (carbon tetrachloride)
í misgripum. Sé tekin inn meira
en ein teskeið, getur slíkt verið
banvænt. En samt er þessi vökvi
stundum notaður í handslökkvi-
tækjum, sem til eru á heimilum.
Þegar það er notað til að slökkva
með eld, getur vökvinn sýrzt (oxi-
derast) um leið og orðið að nokkru
leyti phosgene, hið geysilega eitr-
aða hernaðargas. Og sé loftræsting
ekki nægileg, hefði það ef til vill
ekki valdið eins miklum skaða, að
lofa eldinum að loga.
Kailaðu tafarlaust á lækni, ef þú
veizt eða þig grunar, að barn eða
fullorðinn hafi gleypt eitthvert
hættulegt efni eða byrjar skyndi-
lega að kasta upp, án þess að ein-
hver önnur skýring sé fyrir hendi.