Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 77
JESÚS MANNKYNSSÖGUNNAR
þræði Markúsar-guðspjalls. Það
gefur til kynna, að Markúsarguð-
spjall sé elztu ritaðar heimildir,
sem til eru um Jesú.
Þessi frumleiki Markúsar-guð-
spjalls gefur því auðvitað sérstakt
gildi.
Þar sem það er hin fyrsta skrá-
setta frásögn um Jesúm, hlýtur
samning þess vissulega að tákna
nýjan þátt í kristilegri starfsemi.
En hvaða atburður skyldi hafa or-
sakað þessa breytingu? Það er eðli-
legt, að sú spurning vakni. Við
höfum engin skilyrði til að 'geta
svarað þessu ákveðið, en nútíma-
menn hafa þó nýlega sett fram lík-
ur til þess, að orsakanna sé að
leita í atburðarás þeirri, sem hófst
í Gyðingalandi 66 e. Kr. og sem
endaði með því, að Rómverjar
eyddu Jerúsalem fjórum árum
seinna. Meðan á þeirri erfiðu bar-
áttu stóð fyrir Gyðingaþjóðina, að
velta af sér oki Rómverja, sem
leiddi til eyðingar borgarinnar,
svo að hin helga borg og musteri
voru gerð að rústum, hvarf hinn
upprunalegi kristni söfnuður í Jerú-
salem. Þessi söfnuður, sem saman-
stóð af lærisveinum og samtíma-
mönnum Jesú, sem höfðu séð hann,
hafði til þessa verið uppspretta erfi-
kenninga og nokkurs konar yfir-
stjórn hinnar ungu kristnu hreyf-
ingar, en ógnirnar árið 70 e. Kr.
ollu því, að aðstaða kristinna
manna varð allstaðar mjög erfið
85
og hættuleg. Þeir höfðu ekki að-
eins misst leiðsögn móðurkirkjunn-
ar í Jerúsalem, þeir voru líka í
hættu, vegna gyðinglegs uppruna
trúar sinnar, að stjórn Rómverja
grunaði þá um að vera í tygjum
við þjóðernissinna Gyðinga. Hafði
ekki sjálfur höfundur trúar þeirra
verið tekinn af lífi, sem uppreisn-
armaður móti Rómaveldi?
Það er almennt viðurkennt, að
Markúsar-guðspjall sé ritað í
Róm. Það mun því vera ritað
fyrir kristna söfnuðinn, sem hafði
aðsetur í sjálfri höfuðborg Róma-
ríkis, sem hinir gyðinglegu upp-
reisnarmenn höfðu barizt gegn.
Einnig hafði þessi félagsskapur,
nokkrum árum áður, orðið að þola
miklar ofsóknir af hendi Nerós
keisara, sem fannst þeir vera hæfi-
leg fórnarlömb, sem kenna mætti
um hinn mikla bruna, sem eyddi
borgina.
Á þessum erfiðu og hættulegu
tímum var það því, að einn með-
limur kirkjunnar í Róm tók að sér
að semja fyrir safnaðarmenn sína
frásögn af lífi meistara þeirra, sem
gæti hjálpað þeim til að verjast
árásum og ofsóknum.
Sýnilega var sú staðreynd erf-
iðust fyrir þessa kristnu menn í
Róm, að Kristur hafði verið kross-
festur af Pontiusi Pílatusi sem upp-
reisnarmaður. Þetta var svo al-
kunnugt að ekki þýddi að neita því.
Markús fær því það verkefni, að