Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 70
78
ÚR VAL
krók og færi að dútla við aukaat-
riði eftir að hafa gefið áheyrend-
um leynilega ávísun á kjamann.
Hugðu því áheyrendur, hver um
sig, að þeir einir hefðu fundið
kjarnann, bara af sínu eigin brjóst-
viti og biðu þess gapandi af eftir-
vænting, að ræðumaður flæktist
upp á þeirra eigin hyggju og kæm-
ist þar að kjarnanum, sem hann
og auðvitað gerði á endanum. —
Svona kom mál hans mér fyrir
sjónir. Og ætíð var mál Halldórs
forvitnislegt, fannst mér. Ég hygg
að Halldór hefði hvergi getað un-
að hag sínum annars staðar en í
sveit, enda þótt hann hefði verið
hlutgengur starfsmaður, hvar sem
væri til að sjá sér og sínum hlut
borgið. Það virtist engin nauðsyn
knýja hann til að stunda búrekstur
í sveit, af því hann sæi sér engin
úrræði önnur. Ég þóttist skilja á
ræðu hans, að sveitin héldi honum
föstum af öðrum ástæðum. Ég fann
að honum var það hjartans sann-
færing, að sveitarlífið hefði í sjálfu
sér svo mikið uppeldisgildi, er væri
heppilegra fyrir menningu og
þroska hinnar ungu kynslóðar en
fjölbýlislíf kauptúna eða borga.
Halldóri var þetta fullkomið til-
finningamál. Honum var sjálfum
sveitalífið andleg og líkamleg un-
un, að aðrir mættu njóta á svipað-
an hátt og hann.
Halldór var einn þeirra sönnu
manna, sem alltaf leitaði röksemda
fyrir því, sem hann óskaði sér. Og
þegar svo er, verða þeim mönn-
um tiltæk og ljós þau rök, er með
því mæla, að vera þar sem þeir
eiga heima, sem í því tilfelli var
sveitin, búreksturinn og bændalífið.
Halldór á Rauðamýri var mikiil
skapmaður og stoltur í anda eins
og stórmenna er háttur. Hann fór
algerlega sínar eigin leiðir, illræk-
ur, en með öllu lifandi móti óteym-
andi. Þess vegna bar við, að Hall-
dór færi út fyrir takmörk til að
rökstyðja og réttlæta vilja sinn.
Tilfinningar manna finna það sem
jákvætt er og leita eftir því. Slík-
ir menn kalla aðra og hvetja til
hugsjóna og starfa. — Þegar menn
finna svo, að það er þjóðarnauð-
syn, að þeir séu þar, sem þeir
vilja vera og vinna það sem þá
langar til að vinna, þá er hamingj-
an fengin, sem er í því fólgin, að
hver og einn geti verið ánægður
£ stétt sinni og stöðu meðan vel er
unnið í trú og trausti á mátt sinn
og samfélagið, land sitt og guð
sinn.
Slíkur maður var Halldór á
Rauðamýri.
Stirðmæltur og án hátíðlegra
orða, boðaði hann sveitungum sín-
um og samfélagi þá innri vissu,
sem veitir sálarstyrk og ró. Með
leiftri augna sinna af andlegum
eidi og áhuga vakti Halldór athygli