Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 122
130
ÚRVAL
berandi fálmari þess er talsvert
lengri en sjálfur bolurinn. Rækjan
tekur sér stöðu, þar sem fiskar
safnast saman eða eru oft á ferð,
hún er venjulega þar sem sjó-ane-
mónan er, heldur sér í hana og læt-
ur fyrirberast í sömu holu. Þegar
fiskur nálgast, veifar hún fálmar-
anum og sveigir bolinn til og frá.
Ef fiskurinn á erindi, þá syndir
hann beint til rækjunnar og nemur
staðar einn eða tvo þumlunga frá
henni. Fiskurinn býður venjulega
fram hausinn eða tálknþekju til
hreingerningar, en ef eitthvað am-
ar að honum venju fremur, til
dæmis meiðsli nálægt sporðinum,
þá réttir hann sporðinn fram fyrst.
— Rækjan syndir nú eða skríður
áfram og klifrar upp á fiskinn,
gengur hratt eftir honum, athugar
allt, sem athugavert er, togar í
sníkjudýr með klónum og hreinsar
meidda staði. Fiskurinn hreyfir sig
varla á meðan athugunin fer fram,
hann leyfir rækjunni að gera smá-
skurðaðgerðir, þar sem þeirra þarf
með, til þess að komast að snikju-
dýrunum, sem komin eru inn úr
roðinu. Mexíkanskir fiskimenn við
Kaliforníuflóa hafa sæmt engilfisk-
inn rakara-nafnbót. — Þeir segja,
að þessi fískur snyrti aðra fiska og
eigi því skilið nafnið „Rakari“.
Vitneskja um, að hreinlætissam-
skipti fiska eigi sér stað á þennan
hátt, er svo til ný. Tæki og tækni
hinnar slöngulausu köfunar hefur
veitt sjólíffræðingum betri skilyrði
til beinni athugunar á lífinu í sjón-
um. Þeir hafa séð svo mörg dæmi
um hreingerningar fiska á öðrum
fiskum, sem sýna að um er að ræða
ein helztu samskipti tegundanna í
sjónum. Vitað er um 26 tegundir
hreingerningafiska og 6 teg. rækja
og krabba. Þessar tölur munu þó
vafalaust hækka, þegar búið er að
athuga fleiri teg., sem ætla má áð
stundi hreingerningu. — Helzt lít-
ur út fyrir, að flestir fiskar, sem
þurfa á snyrtingu að halda, leiti eft-
ir og treysti á þá þjónustu, sem
hreingerningafiskarnir veita. Útlit
og byggingarlag margra hreingern-
ingafiska ber vott um starfið, sem
þeir stunda. Útlit er fyrir, að hrein-
gerningavenjurnar kunni að auð-
velda skilning á athafnasvæði teg-
undanna og blöndun þeirra á hin-
um ýmsu svæðum, staðarlegum,
hreyfingum og göngum svo og
náttúruvörn sjúkdóma í mörgum
fiskum.
Árið 1950, þegar ég var við at-
huganir á hátterni hreingerninga-
fiskanna, tók ég sérstaklega eftir
hinum gulbrúna Wrassa, sem oft
er nefndur senoríta. — Mikið er
af þessum vindlingalaga fiski við
strendur S.-Kaliforníu og þar er
hann þekktur meðal fiskimanna að
því að vera afæta.
Sérstakar tegundir fiska, svo
sem ópalaugað, laxabróðirinn og
járnsmiðurinn þyrpast svo þétt í