Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 125
IIREINGEHNINGASAMSKIPTI FISKANNA
133
gerningu. Ein afleiðing hinnar há-
þróuðu sérhæfni er talsvert öryggi
gegn ránfiskum. Þrátt fyrir víðtæk-
ar rannsóknir á fæðuöflunarvenj-
um kalifornískra þangfiska fann ég
ekki eina einustu senorltu í maga-
innihaldi annarra fiska, en hún er
náskyld mörgum hreingerningafisk
um { hitabeltinu. Ég hef séð hana
fara inn í opinn kjaftinn á þang-
aborra með fyllsta öryggi, þó étur
hann venjulega fiska af svipaðri
stærð. Öryggi vissra hreingern-
ingafiska er svo vel þekkt, að aðrir
fiskar hafa tekið upp á því að líkj-
ast þeim að lit og lögun og njóta
lfka öryggis. Sumar hermikrákur
snúa dæminu við og ráðast á fiska,
sem halda að þeir séu hreingern-
ingafiskar.
Af sex þekktum hreingerninga-
rækjurn er aðeins ein teg. utan
hitabeltisins — nefnilega Kaliforn-
íu-rækjan. — Hún er mjög félags-
ljmt ferðadýr og hagar sér gjöró-
ólíkt hitabeltisteg. t.d. Pedersens-
rækjunni við Bahamaeyjar, sem
fer einförum og heldur sig mikið
á sama stað. Kaliforníu-hreingern.
rækjan er ekki þannig að lit, að
hún sé áberandi í umhverfi sínu.
Að því er ég bezt veit, heldur hún
engar sýningar á sjálfri sér í þeim
tilgangi að laða að sér fiska. —
Kaliforníu-rækjurnar halda sig í
torfum fleiri hundruð saman, þær
afla sér fæðu á botninum á næt-
urnar, en fara síðan í skjól á dag-
inn. Þær gera hreint, ef þær hitta
dýr, sem þarf þess með, t.d. humar
eða ála, sem synda inn í holuna,
þar sem þær hafa leitað skjóls.
Þær skríða hratt um allan bol dýrs-
ins og hreinsa burt allt, sem hreyf-
anlegt er og svo einnig skemmda
vefi. Þegar rækjurnar hafa lokið
verki sínu er skel humarsins tand-
urhrein, hönd kafarans hlýtur sömu
meðferð. Fiskarnir virðast ekki
truflast við þessar aðgerðir, þó
rykkir moray-állinn stundum til
hausnum eins og honum sé farið
að leiðast.
Stundum fara rækjurnar inn í
kjaft moray-álsins til þess að kom-
ast að sníkjudýrum. Þetta er þó
ekki áhættulaust, margar rækjur
hafa fundizt í mögum moray-ála.
— í hitabeltinu eru hreingerninga-
rækjurnar betur sérhæfðar til
starfsins. Þær virðast líka vera
jafnöruggar fyrir árásum eins og
hreingerningafiskarnir, sem þar
eru. Litskrúð þeirra, hinar föstu
stöðvar, sem þeir halda sig á, og
listirnar, sem þeir leika, eru greini-
leg auglýsing á því starfi, sem þeir
stunda, allt þetta dregur að þeim
viðskiptavini fremur en ránfiska.
Auðvelt er að gera sér grein fyrir
þeirri leið ,sem þessi sérhæfðu
hreingerningasamskipti hafa þróazt
eftir frá hinum ófullkomnu sam-
skiptum Kaliforníu-rækjunnar og
viðskiptafiska hennar.
Sumarið 1955 varð ég þess vís-