Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 110
118
ÚRVAL
minnsta kosti 50 talsins. Þar var
sérstök, stór bygging fyrir ung-
nunnur einar, og bendir það til
þess, að ungar stúlkur hafi stöð-
ugt laumazt inn í kiaustrið til
þess að klæðast nunnubúningn-
um. Þær hljóta aðallega að hafa
komið frá fjölskyldum í nágrenn-
inu, en sumar hafa liklega komið
úr öðrum hverfum Puebla.
Það er öruggt, að tilvera klaust-
ursins var opinbert leyndarmál
þarna i nágrenninu og líklega
viðar í bænum. Lögreglumenn-
irnir á tögreglustöðinni beint á
móti hljóta einnig að hafa vitaö
um það. Það var leynilögreglu-
maður ríkislögreglunnar, sem
Moniku-klaustrið fann, en ekki
lögreglumenn frá lögreglustöð-
inni handan götunnar.
Starfaði klaustrið raunverulega
i leynum í 70 ár? Áreiðanlegir
sagnfræðingar í Puebla segja, að
Monikusystur hafi búið á þessum
stað, allt siðan reglan var stofn-
uð árið 1688. Þær voru hraktar
þaðan nokkrum sinnum, á tímum
stríða og ofsókna, en þær sneru
ætíð aftur. Monikusystur yfirgáfu
síðan klaustur sitt, þegar rikis-
lögin nýju fyrirskipuðu lokun
allra klaustra árið 1859. Bæjar-
stjórnin ráðgerði þá að breyta
byggingunni í gasstöð, en ekkert
varð úr ráðagerð þeirri. Nunn-
urnar laumuðust siðan fljótlega
inn í byggingarnar að nýju, sem
voru nú álitnar mannlausar.
í falda klaustrinú var skraut-
legt helgiskrín úr silfri, sem hafði
að geyma smurt hjarta Santa
Cruz biskups, sem stofnaði Mon-
ikuregluna. Skömmu fyrir dauða
sinn árið 1699 hafði biskup þessi,
sem likastur var dýrlingi, arfleitt
nunnurnar að hjarta sínu, „svo
ég megi dvelja áfram eftir dauða
minn á þeim stað, þar sem ég lifði
lífi mínu“, líkt og lesa má í gamla
skjalinu við lilið helgiskrinsins.
Þennan dýrmæta erfðagrip
geymdu Monikusystur síðan á
altari kapellu sinnar. Þegar þær
neyddust til þess að yfirgefa
klaustrið um stundarsakir, tóku
þær jafnan með sér hjarta bisk-
upsins líkt og sáttmálsörkina. En
hina örlagariku nótt árið 1934
gleymdu þær þvi vegna ringul-
reiðarinnar, sem skapaðist af
flótta þeirra.
Einu höfðu nunnurnar aldrei
gleymt: hinu stranga þagnarheiti,
sem hinn góði biskup hafði á-
minnt þær um. Stóru líkneski af
Sankti Dominic hafði verið kom-
ið fyrir í skrifstofu príorinnunn-
ar til þess að minna nunnurn-
ar á heit þetta, en Sankti Dominic
ber fingur að vörum sér, líkt og
hann sé að minna þær á þagnar-
heitið. Þegar Quintana brauzt inn
í klaustrið og yfirheyrði nunn-