Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 91
99
DRENGUIUNN, SEM „GEKK“ TIL AMERÍKU
anna, hét hann þvl að komast þang-
að Iíka.
Þá er hann hafði lokið prófi f
Livingstonia-skólanum, skýrði hann
mömmu sinni frá þessari ætlan
sinni. „Mamma vissi ekki, hvar
Ameríka var“, segir hann, „en
hún var samþykk því, að ég færi
þangað. Hún gaf mér hveiti til
fjögurra eða fimm daga, svo að óg
gæti hafið ferðina".
í október 1958 lagði þessi ber-
fætti unglingur upp í ferðalagið.
Hann var klæddur khaki-stuttbux-
um og khaki-skyrtu. Hann hafði
að leiðarljósi kjörorð skóla síns:
„Ég skal reyna“.
„Ég var knúður til að fara,“ sagði
hinn ungi námsmaður við mig, þeg-
ar ég heimsótti hann nýlega lii
Skagit-Vailey. „Heima hafði ég
heyrt, að í landinu okkar væru
ekki nema tuttugu og tvær mann-
eskjur með æðri menntun, en íbúa-
fjöldinn var þá um þrjár milijónir.
Unglingarnir nutu engrar menntun-
ar, og sæmilega launaða vinnu var
ekki að fá, svo að allt lenti f kyrr-
stöðu og ómennsku. Ég gat ekki
unað við þetta“.
Kayira hélt í norður frá þorpinu
sínu með stráhúsunum og gerði sér
óljósa áætlun um að komast til
Egyptalands, en þar gátu verið
möguleikar til að komast á skip,
— vinna sér fyrir farinu áleiðis
til Bandaríkjanna.
Eftir þrjá daga gekk hann yfir
landamæri Tanganyika, og þar
gæddi hann sér á síðustu kökunni
sinni, sem vinsamlegt fólk hafði
bakað fyrir hann úr hveitinu. Nú
tók við landssvæði, sem einkennd-
ist af háu grasi, fílum, hinum
hættulegu tse-tse-flugum og
trumbuslætti hinna innfæddu. Hann
kom við f ýmsum þorpum og fékk
sums staðar vinnu, sem færði hon-
um nokkra skildinga. Bananar voru
aðalfæðan hans.
Það skiptist á tímabil þurrka og
votviðris, og leiðin lá um hvert
þorpið eftir annað, þar sem fbúarn-
ir voru ýmist vinveittir eða fjand-
samlegir. Erfiðastir og hættuleg-
astir yfirferðar voru sumir skóg-
arnir.
Hann reyndi að læra þrjú orð f
hverri mállýzku eða tungumáli:
matur, vatn, vinna. Eina nóttina
vaknaði hann við það, að stór
svartur snákur hafði hringað sig
milli hans og ferðafélaga hans.
„Snákurinn hafði bitið félaga minn,
og hann dó“, segir Kayira alvar-
legur í bragði.
Dag einn fann hann tóman
flöskupela, sem kom honum í góðar
þarfir, og eftir það hafði hann alltaf
við höndina sykurvatn til að
drekka, ef ekki var um aðra nær-
ingu að ræða. Oft Ieitaði hann sér
huggunar í að lesa í Ferð pílagríms-
ins, þessu merka dæmisagnasafni.