Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 156
164
ÚRVAL
reiðubúna, hvar og hvenær sem
var; setti í hana nýja filmu og
kom þeirri áteknu i framköllun
áður en maður fór að sofa.
Þessu námskeiði mínu var langt
frá því lokið, þegar ég hafði kom-
izt upp á lag með að taka sæmi-
legar myndir. Ég giftist nefnilega
kennarunum í októbermánuði 1940.
Frá þeim tíma og þangað til
Bandaríkin gerðust aðilar að sið-
ari heimsstyrjöldinni seldi ég blöð-
um og tímaritum ljósmyndir og
greinar. Þegar eftir árásina á Pearl
Harbour gerðist Tony, sem verið
hafði flotaljósmyndari í fyrri
heimsstyrjöldinni, sjálfboðaliði og
var óðara lagður af stað til stöðva
flotans og flughersins á Panama.
Ég gat ekki farið með honum, þar
sem eiginkonur allra hermanna í
stöðvunum höfðu verið fluttar á
brott þaðan. Mér kom þá til hugar
að komast þangað sem fréttaljós-
myndari. Tímarit nokkurt réði mig
tafarlaust í því skyni; þá var eftir
að fá leyfi og viðurkenningu hern-
aðaryfirvaldanna og hörkulegur
yfirforingi, sem ég átti það til að
sækja, virtist ekki sjá nema einn
þröskuld þar í vegi. „Ég býst við
að þér hafið gert yður það ljóst,
frú Chapelle, að 14. fótgönguliðs-
herfylkið, sem verið er að þjálfa
í Panamafrumskógunum, hefur
ekki yfir neinum kvenlegum þæg-
indum að ráða?“
Ég hlaut að játa með sjálfri
mér að ég hafði aldrei hugleitt
það, en svaraði samstundis: „Ég
er viss um að 14. fótgönguliðsher-
fylkið hefur orðið að leysa erfiðari
viðfangsefni — og að það finnur
einhverja leið til að sigra einnig
þessa þraut“.
Yfirforinginn leit á mig sem
snöggvast og undirritaði svo skil-
ríki mín orðalaust . . .
Eiginkona í styrjöld.
Ég hélt til Panama á gömlu,
ljótu og óvopnuðu flutningaskipi,
sem „Marta“ nefndist. Á leiðinni
sáum við kafbátssjónpípu skotið
upp; þar hlaut að vera um þýzk-
an kafbát að ræðá, þar eð vitað var
að enginn bandarískur var á þess-
um slóðum. Hann veitti okkur eft-
irför um hríð og við bjuggumst
við tundurskeytinu þá og þegar,
en svo hvarf hann og ekkert gerð-
ist frekar — við höfðum orðið
fyrir þeirri gleðilegu móðgun, að
kafbátsforinginn taldi ekki eyðandi
á okkur skeytinu. Þegar til Pan-
ama kom, settumst við Tony að í
litlum einkabústað, sem brátt varð
eins konar félagsheimili þeirra 29
nemenda, sem Tony var að þjálfa
í hernaðarljósmyndun, svo ég hafði
nóg að gera að matselda spaghetti
handa okkur öllum á tvíhólfa olíu-
vél, á milli þess sem ég ljós-
myndaði og skrifaði greinar um
þjálfunarstöðvar 14. fótgönguliðs-
herfylkisins.