Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 155
IIVAÐ ER KONA Atí GERA HÉR?
Við Tony kynnumst.
Mér til mikillar undrunar virt-
ist fjölskylda mín alls ekki þeirr-
ar skoðunar — hún treysti mér
enn og hvatti mig. Og mér varð
það ljóst, að ekki mundi nein á-
sfasða fyrir stúlku á mínum aldri
að örvænta um framtíðina, enda
þótt henni hefði verið vikið úr há-
skóla. Ósjálfrátt lagði ég af stað
til flugvaliarins í heimaborg minni.
Á virkum dögum var þar heldur
lítið um dýrðir, en því meir á
sunnudögum. Þá var efnt þar til
sýninga fyrir almenning, fífldjarfir
fluggarpar léku þar hinar djörfustu
og ótrúlegustu listir, og svo hug-
fangin var ég af þessum afrekum
þeirra, að mér fannst ég órétti
beitt í hvert skipti sem þeim var
lokið. Ég átti ekki nema um eina
leið að velja — koma því þannig
fyrir að ekki væri nema eðlilegt
og sjálfsagt að ég dveldist að
staðaldri á flugvellinum, þar sem
þessir djörfu garpar höfðu aðal-
stöðvar sinar og starfræktu þar
meðal annars flugskóla. Þótt ég
væri of nærsýn til að geta tekið
alhliða flugpróf, samdi ég um það
við þá, að þeir kenndu mér undir
þau próf, sem ég mátti taka, gegn
því að ég sá um alla bréfritun fyr-
ir þá. Um leið gafst mér tækifæri
til að skrifa greinar um flugstarf-
semi þeirra í dagblöð borgarinnar
— sem varð svo til þess að ég
fékk starf I kynningarskrifstofu
163
eins af helztu fiugfélaganna í New
York.
Ég þekkti engan I New York, en
kunni þar vel við mig engu að
síður. Um þetta leyti voru miklir
og örlagarikir atburðir að gerast í
heiminum. Hitler réðist inn í Pól-
land, bandarískir flugmenn gerð-
ust sjálfboðaiiðar í kanadiska flug-
hernum hópum saman. Ég gerðist
ásamt fimm öðrum, þátttakandi í
námskeiði fyrir verðandi blaðaljós-
myndara flugfélaga. Kennarinn,
Tony Chapelle, var tröll að vexti,
með svart yfirvaraskegg og stór,
vingjarnleg brún augu. Rödd hans
var einkar hljómþýð og hann var
allra manna kátastur og viðfeldn-
astur — nema þegar hann var að
kynna byrjendum hið eina, sem
honum var heilagt, ljósmyndunar-
tæknina. Hann lét okkur ljósmynda
flugvélarnar frá öllum sjónarhorn-
um, í öllu hugsanlegu veðri og
birtu og gizka á hreyfingarhraða
þeirra, unz við náðum þeirri ó-
sjálfráðu nákvæmni, að engu
skeikaði að kalla. Kunnátta hans
á þessu sviði var með fádæmum,
strangleiki hans slíkur, að mis-
heppnuð mynd átti sér enga af-
sökun. Ef tækin brugðust, var það
fyrir kæruleysi manns, ef sjónar-
hornið var ekki hárrétt, var það
vegna þess að maður var of latur
til að klifa eins hátt og með þurfti.
Væri maður ijósmyndari á annað
borð, hafði maður véiina stöðugt