Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 78
86
ÚRVAL
reyna að draga úr sökinni, sem í
þessu felst. Hann gerir það með
því, að færa ábyrgðina á dauða-
dómnum yfir Jesú af hinum róm-
verska landstjóra yfir á yfirvöld
Gyðinga. Hann segir, að Pílatus
hafi verið sannfærður um sakleysi
Jesú, en hafi neyðzt til, vegna und-
irferlis leiðtoga Gyðinga, að kross-
festa hann sem uppreisnarmann. í
þessum málflutningi er Markús
ekki mjög fimur, og mótsagnirnar
í frásögu hans af hinum tveim yf-
irheyrslum yfir Jesú og frásögninni
um Barrabas, eru svo augljósar við
nánari athugun, að meining hans
er auðsæ.
Sú ályktun, sem draga má af
þessari tilraun Markúsar til að
færa ábyrgðina á krossfestingunni
frá Rómverjum yfir á Gyðinga, er
mjög þýðingarmikil fyrir þekkingu
okkar á Jesú mannkynssögunnar.
Það virðist enginn vafi leika á
því, að Jesús hafi verið líflátinn
sem uppreisnarmaður af Rómverj-
um, en sú staðreynd var sérstak-
lega óþægileg fyrir kristna menn í
Róm á tímum Gyðingastríðsins. En
var Jesús í raun og veru sekur
um þetta? Samkvæmt Markúsar-
guðspjalli, — elzta guðspjallinu —
var hann það ekki. Eins og þegar
er sagt reynir Markús að koma
sökinni á yfirvöld Gyðinga, sem
hafi borið fram falskar ásakanir
og viljað Jesúm feigan af öðrum
ástæðum.
Samt sem áður vitnar Markús
óviljandi um það, að verið geti að
aðrar ástæður hafi legið til grund-
valiar fyrir sakfellingu Rómverja.
Athyglisvert er, að í röð hinna
tólf postula Jesú (III.-14-19) nefnir
hann einn „Símon Kananea“. Orð-
ið „Kananei“ er arameískt og þýð-
ir „Zealot“ (vandlætari). Zealotar
voru öfgamesti þjóðernissinnaflokk-
ur Gyðinga og voru frumkvöðlar
uppreisnarinnar gegn Rómverjum.
Ef Markús hefði fylgt venjulegri
reglu sinni í útskýringum á arame-
ískum orðtökum fyrir lesendum sin
um, hefði hann neyðzt til að taka
hér fram, að einn af postulum
Jesú hefði verið „Zealot" (vand-
lætari). Það, að hann útskýrir ekki
orðið „kananei", sýnir að hann er
í vandræðum með þetta. Geta má
þess, að Lúkas, sem reit guðspjall
sitt um 20 árum seinna, þegar
Gyðingastríðið var löngu á enda,
gat hiklaust kallað Símon „Zealot"
(vandlætara).
Þessa hljóðu viðurkenning Mark-
úsar á því, að þá staðreynd, að
Pílatus hafi dæmt Jesúm, myndi
vera hættulegt að játa, skýra og
staðfesta aðrar frásagnir. Til dæm-
is er það, að öil guðspjöllin segja
frá því, að lærisveinarnir buðust
til að veita mótstöðu með vopnum
í grasgarðinum, þegar Jesús var
handtekinn, en Lúkas segir, að
Jesús hafi bókstaflega gefið læri-
sveinunum skipun um að vopnbú-