Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 19
BÖRN í FÓSTRI IIJÁ ÚLFUM
27
að ná henni út úr hellinum. Það
gekk næsta illa að fá hana til að
leggja niður fyrri lífsháttu og
hætta að neyta uppáhaldsfæðu
sinnar, sem var hrátt kjöt, börk-
ur trjánna og rætur skógarins.
Ein mesta furðusagan er þó sú
sem indverski trúboðinn, séra
J. A. L. Singh skráði fyrir fjöru-
tiu árum. Sjálfur tók hann þátt
í ævintýrinu 1920, er hann var
á ferðalagi yfir Midnaporehérað
í þeim tilgangi að predika yfir
frumskógarfólki. Úlfastóð hélt
sig í nágrenni þorps nokkurs í
skóginum og stóð fólki mikil ógn
af því. Reyndi hann að hrekja
úlfana á brott, og er hann hafði
hrakið nokkra úlfa út úr bæli
sínu, tók hann eftir að tvær kyn-
legar skepnur fylgdu á eftir þeim.
Ekki sá hann betur en þær hefðu
skapnað manna og svipmót.
Það var 9. okt. 1920, að gerð-
ur var út teiðangur til þess að
finna og handsama þessar furðu-
skepnur. Reyndist nauðsynlegt að
drepa fósturforeldrana, úlfahjón-
in, sem vörðu fósturbörn sín af
hörku og grimmd. Þetta voru
tvær stúlkur, sem skírðar voru
Amala og Kamala. Þær voru sett-
ar á munaðarleysingjahæli í
Midnapore, og þar var gerð ná-
kvæm rannsókn á hegðun þeirra.
'Vikum saman höguðu þær sér
eins og dýr merkurinnar, sváfu á
daginn, en vöktu um nætur og
góluðu óskaplega. Þær skreidd-
ust áfram á fjórum fótum og1
löptu matinn upp af diskunum.
Amala dó eftir nokkra mánuði,
en Kamala virtist ætla að venj-
ast hinum nýju lífsháttum. Smám
saman fór hún að fá áhuga á
öðrum börnum, er hún kynntist,
og tíkti eftir hegðan þeirra og
leikjum. Eftir þrjú til fjögur ár
var hún farin að tala dálítið og
gat staðið upprétt og gengið eðli-
lega, en samt með miklum erf-
iðismunum. Yöðvar hennar voru
of stífir til þess að það yrði auð-
velt.
Andlega tók hún líka nokkrum
framförum. Hún gat tekið að sér
smá viðvik, er lögðu henni á
herðar nokkra ábyrgð: safnaði
eggjum i hænsnabúinu, fór sendi-
ferðir um þorpið, því að nú gat
hún gert sig skiljanlega, þótt
bögumælt væri. Smátt og smátt
varð hún líkari venjulegum börn-
um. En svo illa vildi til, að hún
veiktist heiftarlega og andaðist
eftir að hafa dvalizt um átta ár
hjá úlfum og níu hjá mönnum.
Engin furða er þótt menn
spyrji um það, eftir að búið er
að upplýsa slika hluti, hvort sag-
an um Mowgli í Frumskógarsögu
Rudyard Kiplings, sé ekki reist
á sannsögulegum atburðum að
nokkru. Þessi spurning var oft