Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 61
GÓÐVINUR MANNSINS í IIAFINU
69
unni og synti milli fóta hennar
og jós lienni aftur upp í brimið.
En hún var ekki lengi að leggja
handleggina utan um rennilegan
skrokkinn og sveifla sér á bak
og fá sér dálítinn reiðtúr.
Seinna komu foreldrar Jill nið-
ur að sjónum og köstuðu til lienn-
ar strandknetti. Hún sveiflaði
knettinum til leikfélaga síns, sem
hóf sig upp úr vatninu og sló
knöttinn til baka með trýninu.
Það var sem skolturinn væri
sveigður í bros. Þessum leik
stúlkunnar og sævarbúans hélt
áfram um stund, og fólk safnaðist
saman á ströndinni til að horfa á.
Þessi leikfélagi Jill Bakers var
marsvín (porpoise). Þessi undra-
verða skepna hafði smátt og
smátt orðið svo gæf og mann-
elsk, að hún var til með að leika
sér við hvern sem var eða láta
klóra sér á bakinu; lét sér meira
að segja vel lika, að sér væri
lyft upp úr sjónum vegna mynda-
töku.
Þetta er ekki neitt sérstakt, því
marsvínið er mannelskt. Svo
virðist sem það sækist eftir fé-
lagsskap mannsins.
Fyrir 2500 árum var dýrateg-
und þessi nefnd dolpungar, og
Plutarch hefur skrifað: „Dolp-
ungurinn er eina skepnan, sem
hænist að manninum vegna þess,
að hann er maður. Tamin land-
dýr eins og hundar og hestar
ge-fa sig að manninum af því
hann gefur þeim að éta. En nátt-
úran hefur veitt dolpungnum
það, sem heimspekingarnir meta
mest: vináttuna vináttunnar
vegna.“ Fjórum öldum fyrir
Krists burð skrifaði Pliny um
villtan dolpung, sem synti með
dreng á baki sér 1 Hippo, róm-
verskri nýlendu í Afríku; og
rómversk mynt frá árinu 74 fyr-
ir Krist ber mynd af þess háttar
atburði.
Þegar marsvínum er lýst, er
óþarfi að vera spar á sterk orð.
Flest varðandi þessi dýr er stór-
fenglegt. Marsvínið er ekki fisk-
ur, heldur spendýr. Sundhraði
jsess getur verið ótrúlega mikill,
og í bardaga er það ofjarl hákarl-
anna. Það getur gefið frá sér ýmis
hljóð (sonar equipment), og einn
vísindamaður er á þeirri skoðun,
að heili marsvinsins sé svo líkur
heila mannsins, að jafnvel væri
hægt að kenna því að tala.
Marsvínið er ein af hinum
minni hvalategundum (en þær
eru yfir tuttugu), vegur 300 ensk
pund og þekkist auðveldlega á
blýgráum litnum, lengdinni, sem
er 8—12 fe-t, og skoltinum, sem
líkist því að vera sveigður i bros,
— sirlmstrúðabros. Líffræðilega
séð er marsvínið líkara mann-
inum en nokkur annar vatna- eða