Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 123
HREINGERNINGASAMSKIPTI FISKANNA
131
kringum senorítu, að ekki er hægt
að sjá, hvernig hreingerningin fer
fram, Þegar ég fyrst sá þessar
þéttu torfur þar sem nokkur hundr-
uð fiskar voru í hnapp umhverfis
einn hreingerningafisk, hélt ég
þetta vera samansafn hrygnandi
fiska. Þegar hópurinn sundraðist
við komu mína, sá ég hvað eftir
annað senorítu hverfa bak við
kletta eða þara þar nálægt. Oft
kom það fyrir, að fiskarnir, sem
vildu fá hreingerningu, vissu ekki
af nærveru minni. Þá flýttu þeir
sér í veg fyrir hina flýjandi seno-
rítu og stöðvuðu hana í bili. Þegar
um þynnri torfur var að ræða, gat
ég séð þegar senorítan var að narta
sníkjudýr af boli fiskanna. Þegar
járnsmiðir voru hreinsaðir, héldu
þeir sig í ýmsum stellingum alveg
hreyfingarlausir með hausinn upp
eða niður, á hliðinni eða jafnvel
upp í loft.
Efni þau, sem senorítan og aðrir
hreingerningafiskar hreinsa af öðr-
um fiskum hafa ekki verið ná-
kvæmlega rannsökuð. Á meðal
þeirra lífvera, sem ég hef fundið
í magainnihaldi hreingerningafisks
eru svifdýr og örsmáir sníkju-
krabbar, sem festa sig við hreistur
og roð fiska. Ég hef lfka fundið
bakteríur og nokkrum sinnum hef
ég séð senorítu narta í hvítan, dún-
líkan gróður í tálknum sýktra
fiska. Við strendur Kaliforníu —
og sunnar í hinum hlýja sjó við
Mexico, virðast margir fiskar vera
þannig sýktir, einkum á vorin og
sumrin, stundum er aðeins um ein-
stakan smáblett að ræða en stund-
um eru þetta stór sár með hvitum
börmum. Carl H. Oppenheimer hef-
ur sýkt heilbrigða einstaklinga með
efni úr hinum sjúku fiskum og
þannig sannað, að þetta er bakte-
ríusjúkdómur.
Af fjölda þeirra tegunda, sem
viðskipti eiga við senorítu, má ætla
að hún sé víðkunn í heimi fisk-
anna. Á meðal þeirra tegunda sem
leita til hennar um fyrirgreiðslu,
hef ég séð bæði djúpsvæðisfiska
og fjölda teg., sem halda sig á
þangsvæðum nær landi. Hinn
svarti aborri og sólarfiskurinn virð-
ast koma upp að þangsvæðunum í
ákveðnum tilgangi, þar draga þeir
að sér margar senorftur, sem hóp-
ast kringum þá og tína af þeim
sníkjudýr.
Síðan ég fyrst fór að veita at-
hygli hreingerningastarfi fiska við
strendur S.-Ka!iforníu, hef ég at-
hugað það á mörgum stöðum suður
með Kyrrahafsströnd Mexico, við
Kaliforníuflóann, Bahamaeyjar og
Virgineyjar. Athuganir annarra líf-
fræðinga og einnig neðansjávar-
ljósmyndara hafa borið hliðstæðan
árangur. Á árunum 1952 til 1955
tóku þeir Vern og Harry Pedersen
kvikmyndir við Bahamaeyjarnar af
hreingerningastarf semi margra f isk-
tegunda, þar á meðal hinnar fjólu-