Úrval - 01.06.1962, Side 123

Úrval - 01.06.1962, Side 123
HREINGERNINGASAMSKIPTI FISKANNA 131 kringum senorítu, að ekki er hægt að sjá, hvernig hreingerningin fer fram, Þegar ég fyrst sá þessar þéttu torfur þar sem nokkur hundr- uð fiskar voru í hnapp umhverfis einn hreingerningafisk, hélt ég þetta vera samansafn hrygnandi fiska. Þegar hópurinn sundraðist við komu mína, sá ég hvað eftir annað senorítu hverfa bak við kletta eða þara þar nálægt. Oft kom það fyrir, að fiskarnir, sem vildu fá hreingerningu, vissu ekki af nærveru minni. Þá flýttu þeir sér í veg fyrir hina flýjandi seno- rítu og stöðvuðu hana í bili. Þegar um þynnri torfur var að ræða, gat ég séð þegar senorítan var að narta sníkjudýr af boli fiskanna. Þegar járnsmiðir voru hreinsaðir, héldu þeir sig í ýmsum stellingum alveg hreyfingarlausir með hausinn upp eða niður, á hliðinni eða jafnvel upp í loft. Efni þau, sem senorítan og aðrir hreingerningafiskar hreinsa af öðr- um fiskum hafa ekki verið ná- kvæmlega rannsökuð. Á meðal þeirra lífvera, sem ég hef fundið í magainnihaldi hreingerningafisks eru svifdýr og örsmáir sníkju- krabbar, sem festa sig við hreistur og roð fiska. Ég hef lfka fundið bakteríur og nokkrum sinnum hef ég séð senorítu narta í hvítan, dún- líkan gróður í tálknum sýktra fiska. Við strendur Kaliforníu — og sunnar í hinum hlýja sjó við Mexico, virðast margir fiskar vera þannig sýktir, einkum á vorin og sumrin, stundum er aðeins um ein- stakan smáblett að ræða en stund- um eru þetta stór sár með hvitum börmum. Carl H. Oppenheimer hef- ur sýkt heilbrigða einstaklinga með efni úr hinum sjúku fiskum og þannig sannað, að þetta er bakte- ríusjúkdómur. Af fjölda þeirra tegunda, sem viðskipti eiga við senorítu, má ætla að hún sé víðkunn í heimi fisk- anna. Á meðal þeirra tegunda sem leita til hennar um fyrirgreiðslu, hef ég séð bæði djúpsvæðisfiska og fjölda teg., sem halda sig á þangsvæðum nær landi. Hinn svarti aborri og sólarfiskurinn virð- ast koma upp að þangsvæðunum í ákveðnum tilgangi, þar draga þeir að sér margar senorftur, sem hóp- ast kringum þá og tína af þeim sníkjudýr. Síðan ég fyrst fór að veita at- hygli hreingerningastarfi fiska við strendur S.-Ka!iforníu, hef ég at- hugað það á mörgum stöðum suður með Kyrrahafsströnd Mexico, við Kaliforníuflóann, Bahamaeyjar og Virgineyjar. Athuganir annarra líf- fræðinga og einnig neðansjávar- ljósmyndara hafa borið hliðstæðan árangur. Á árunum 1952 til 1955 tóku þeir Vern og Harry Pedersen kvikmyndir við Bahamaeyjarnar af hreingerningastarf semi margra f isk- tegunda, þar á meðal hinnar fjólu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.