Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 138
146
ÚR VAL
kóralrifið voru ferjaðir í land.
Þótt þetta væri ekki annað en
koppur, átti það fyrir henni að
liggja að lenda í einhverjum ægi-
legustu hrakningum, sem sjóferða-
sagan kann frá að greina. I hálfan
þriðja mánuð rak hana fyrir sjó og
vindi undir brennheitri hitabeltis-
Sólinni á Kyrrahafi, og allan þann
tíma týndu farþegarnir tölunni
hver af öðrum.
James Ambrose Brown smá-
greinahöfundur og fréttastjóri
Sunnudagsblaðsins í Jóhannesborg
í Suður-Afríku rekur hér í fyrsta
sinni þessa hræðilegu harmsögu.
Efnið tíndi höfundurinn saman úr
ítarlegum viðræðum, sem hann átti
við mennina tvo, sem af komust,
opinberum málsskjölum og skips-
bókarbrotum, er eigandi Marie
Jeanne færði siðustu lífdagana.
ÞAÐ var kaldhæðni örlaganna,
að ferðin var farin í góðgerðaskyni.
Það var 31. janúar, árið 1953.
Gömul kona lá á banabeði. Hún
átti heima á afskekktum bæ uppi
í fjöllunum upp af Port Victoria,
sem er höfuðborg á Mahé. Þessi
kona var Madame Edith Rose. Hún
bað þess nú, að dóttir hennar kæmi
til hennar.
Dóttirin bjó á Praslin-eyju, sem
er í 21 mílu fjarlægð. Um þessar
mundir er vindurinn að norð-vestan
á þessum slóðum, og það var illt
í sjóinn á milli Mahé og Praslin.
Jafnvel fiskimennirnir höfðu hald-
ið sig í landi í þrjá daga.
En Joachim Servína, 17 ára
barnabarn gömlu konunnar, sagð-
ist skyldi freista þess að finna ein-
hvern bát og fara að sækja dótt-
urina. Joachim fór til Theodore
Corgat, sem átti dálitla plantekru,
og sem hafði nýlega endurbyggt
hvalveiðibát, sem hann nefndi eft-
ir konu sinni, Marie og dótturinni
Jeanne.
„Það er ekki leyfilegt að sigla f
þessu veðri,“ sagði Corgat og
þrjózkaðist við að láta undan bæn-
um piltsins.
„Það er vegna hennar ömmu,“
sagði Joachim í bænarróm. „Hún
er að deyja“.
Corgat lét að lokum undan með
því skilyrði, að einhver góður sjó-
maður yrði fenginn til að sigla
bátnum, og þess vegna var Louis
Laurence, gamall og reyndur sjó-
maður, fenginn til að fara þessa
ferð. Joachim fékk líka frænda
sinn, Auguste Lavigne, sem var
18 ára, til að slást í hópinn.
Á síðustu stundu fékk Theodore
Corgat eftirþanka af því að senda
bát sinn í þvílíku veðri undir
stjórn manns, sem ekki þekkti á
bátinn. Því var það, að hann sagði
við konu sína: „Ég fer líka“.
Sonur hans, Selby, fimmtán ára
piltur, krafðist þess jafnan að