Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 54
62
ÚR VAL
Forstöðumenn sumra stórverzl-
ananna segjast tvöfalda gæzlu-
mannaliðið, þegar ösin sé mest
i búðunum. Aðrir segjast leggja
aðaláherzluna á að hafa auga
með „atvinnu“-hnuplurunum.
En sá sem tekur mestan tollinn
af vörum verzlananna, er hinn
almenni kaupandi, — hinir sak-
leysislegu viðskiptamenn, sem
heita sjálfum sér því, þegar þeir
hnupla í fyrsta skipti, að þetta
skuli vera „bara í þetta eina
sinn“.
Gæzlumennirnir halda því
fram, að verulegur hluti þessara
þjófa — kannski allt að þriðj-
ungurinn — séu unglingar. Mest-
ur hluti þeirra fullorðnu eru
konur, enda er kvenfólkið i stór-
um meirihluta þeirra, sem í búðir
koma.
Búðaþjófarnir leggja álit sitt
og fjölskyldu sinnar í hættu og
eiga jafnvel fangelsisdóm yfir
höfði sér. Samt benda allar
skýrslur til, að fólk taki á sig
þessa áhættu vegna hluta, sem
það getur vel verið án.
Hver er ástæðan fyrir þessu
smáhnupli i búðum? Er það á-
setningur eða árátta? Sálfræð-
ingar halda fram, að naumast
sé liægt að flokka búðarhnupl
með öðrum þjófnaði. Hrein stel-
sýki er til, þótt hún sé sjaldgæf.
Sumir reyndir búðar-gæzlumenn
segjast aldrei hafa orðið varir
við hreina stelsýki.
Óstýrilátir unglingar fremja
sjálfsagt oft búðarþjófnaði „upp
á sport“ eða til að vinna sér álit
í hópi félaga sinna. En hvort
þetta verður að vana eða leggst
niður með aldrinum, fer að miklu
leyti eftir viðbrögðum foreldr-
anna.
Ef búðarþjófnaður unglings
heldur áfram fram á þrítugsald-
urinn, er fyrst og fremst annað
af tvennu framundan: „atvinnu“-
þjófnaður, þar sem verknaðurinn
er framkvæmdur eins og hvert
annað vel þjálfað starf, — eða
hnupl, sem orðið er að vana og
ekki er hægt að brjóta af sér. í
síðari flokknum er aðallega kven-
fólk, sem eykur öryggiskennd
sína með því að safna að sér
ýmsu dóti.
Undir þennan síðari flokk fell-
ur amman, sem langaði til að
gleðja dótturson sinn með því að
gefa honum leikfang, sem hún
hafði ekki efni á að kaupa. Þess-
ar konur hafa á tilfinningunni,
að álit annarra á þeim fari eftir,
hvernig þær búi i kringum sig,
hvernig þær klæðist og hvers
konar gjafir þær eru færar um
að gefa. Ef þær af einhverjum
ástæðum þurfa að setja ofan í
efnalegu tilliti, reyna þær sumar