Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 147
FEIGÐARFÖR MARIE JEANNE
155
andi, Antoine Vidot og Selby Cor-
gat, máttvana og aðframkomnir af
hungri.“
Selby og Antoine komu aftur til
Mahé, þrem og hálfum mánuði eft-
ir að þeir lögðu upp frá Port Vict-
oria, glaðir í bragði í ferð, sem
ekki hefði átt að taka nema átta
klukkustundir. En sagan er ekki á
enda.
15. apríl, 1953, daginn eftir
björgun drengjanna, sást Marie
Jeanne af brezka olíuskipinu Harold
Sleigh. Tveir liðsforingjar fóru um
borð í bátinn og fundu lík Theo-
dore Corgat bundið við bátshak-
ann. Rétt hjá líkinu var dagbókin
með athugasemdum, skrifuðum
bæði á ensku og frönsku. Líkinu
var sökkt í sjó, og fleytan látin
reka á haf út.
43 dögum síðar, 27. maí, sá Ar-
abi bát reka að landi 30 mílur
norður af Kismaeyo á Sómalíiandi.
Hann fór um borð, og það, sem
þar gat að líta, varð til þess, að
hann fór beinustu leið til lögregl-
unnar. Brezki ræðismaðurinn þar
sendi símskeyti til stjórnar Seych-
elles: „Það hefur orðið sprenging
í vélinni. Það er greinilegt, að eld-
varnarefni hefur verið notað. í
káetunni voru kvenmannsföt. Rétt
hjá lá lík 35 — 40 ára gamals
manns. Hann var særður á brjóst-
inu, iíklega eftir sprenginguna.“
Þegar þessar fréttir bárust til
Mahé signdu hjátrúarfullir kreóla-
sjómennirnir sig. „Theodore Cor-
gat fór á sjóinn á sunnudegi án
þess að fara fyrst i kirkju,“ sögðu
þeir. „Slíkir hlutir sem þessir ger-
ast aðeins á bátum, þar sem báts-
höfnin er óblessuð.“
En var þetta líkami Corgats? Ef
mennirnir af Harold Sleigh sökktu
líkinu, sem þeir fundu um borð, —
eins og þeir sögðu, hver var þá
maðurinn, sem fannst í Marie
Jeanne, — og hvernig stóð á því,
að hann kom í bát, sem hafði verið
skilinn eftir mannlaus?
Það veit enginn.
Úr gamalli prédikun.
Vér erum þær andlegu mýsnar, en djöfullinn sá helvízki kött-
urinn, sem snasar og snússar inn i veggjarholur sálarinnar. Tök-
um þvi skónál skynseminnar, þræðum á hana þráð þrenningar-
innar, tökum svo lepp trúarinnar og saumum fyrir okkar and-
legu sálarholur, því þar sem leppur trúarinnar er fyrir saumaður,
kann djöfullinn ekki inn að komast að eilífu
— Almanak Þjóðvinafélagsins, 1888.