Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 69

Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 69
HANN DÓ STANDANDI 77 í honum er gull og grjót. — Hann getur unnið mein og bót.“ Þess verður að geta í þessu sam- bandi, að ærið erfitt er að gera sér grein fyrir og lýsa persónugerð einstaklingseðlisins — ekki sízt þegar um aðalsmann er að ræða, slíkan sem Halldór á Rauðamýri. Persónugerð eða karakter tveggja mikilmenna getur verið ærið ólík, jafnvel þótt skyidmenni séu: „Aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki“ — segir Einar skáld Benediktsson. En eins er þó ávallt að gæta með ein- staklinginn, mikilmennið og aðals- manninn, að hann vex og þroskast að vísdómi, sérþekking, dómgreind og kænsku meðan samfélagið held- ur heimsku sinni óskertri. — Þess vegna er það krossinn, gálginn, bál- ið eða eiturbikarinn, sem að gagni mátti verða á sínum tíma, og ef til vill enn, gegn ofvitrum einstak- Iingum eins og Sókratesi eða sjálf- um Jesú, svo einhverjir séu nefnd- ir, sem ekki áttu jarðnesk auðæfi, en voru hins vegar óánægðir með samfélagið og vildu betrumbæta það. Aflífun þessara manna nefnir heimurinn fórn eða friðþæging, — enda þótt það sé öfugmæli. En Halldór átti Rauðamýri, í orði kveðnu að minnsta kosti, enda þótt hann væri hugsjóna- og fram- kvæmdamaður og eitthvað skuld- ugur að sjálfsögðu. En húsbóndi var hann á sínu heimili, já, — allt til æviloka, þar kom enginn ann- ar til greina. Eftirfarandi hugsun flaug mér því oft í hug á mínum ungdóms- árum, er ég heyrði Halldór tala: Skyldu menn hlusta á Halldór halda ræðu ef hann ætti ekki Rauðamýrina og væri þar ekki ó- háður húsbóndi á sfnu heimili? Enn- þá get ég ekki svarað þeirri spurn- ingu. En mér fannst þá, að Halldór mundi hafa þagað og ekkert sagt, hefði hann ekki átt Rauðamýri. Það hafa verið mér heilabrot, oft og tíðum er ég eltist, hvað það var í ræðu þessa málstirða manns, er vakti þessa óskiptu athygli allra þeirra er á hann hlýddu. Ég hygg að það hafi aðallega verið eftir- farandi: Halldór talaði aldrei fyrir sjálfan sig eða sinn eigin hag. Líf hans sjálfs kom málefni ræðunnar lítið við, að því er virtist, og ekki held- ur skoðanir hans, frekar en hann væri sjálfur áhorfandi. Ræðuefnið eitt út af fyrir sig var látið tala og túlka viðhorfið. Þess vegna fannst hverjum og einum er á hlýddu, að ræðumaður væri að tala fyrir þeirra munn, frá þeirra eigin brjósti, en ekki fyrir sjálfan sig. Halldór var ekkert að flýta sér að komast að kjarnanum. Og mál- reifun hans gat orkað tvímælis. Oft var eins og hann tæki útúr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.