Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 106
114
ÚRVAL
skipun sína og lét loka öllum
nunnu- og munkaklaustrum. í
öðru lagi er það staðreynd, að
nunnurnar laumuðust aftur inn í
klaustrið sitt og lifðu þar síðan í
felum. í þriðja lagi mun svo Val-
ente Quintana, leynilögreglumað-
ur rikisstjórnarinnar, hafa fund-
íð hið falda þjóðfélag klausturs-
ins fyrir tæpum 30 árum.
Um hádegisbil þann 18. maí
árið 1934 stanzaði Quintana
leynilögreglumaður fyrir utan
nr. 103 við Avenue 18 Poniente.
Á hæla honum kom tylft lög-
reglumanna. Hin risastóra hurð
lét undan, og Quintana leynilög-
reglumaður og fylgdarlið hans
hvarf inn í hið stóra anddyri.
Úti fyrir söfnuðust nágrannarn-
ir saman, hvísluðust á og litu
óttaslegnir hver á annan. Inni
fyrir reyndu lögreglumennirnir
að opna læstar dyr að ibúðum
beggja vegna anddyrisins.
Quintana varð starsýnt á fær-
anlegt skilrúm innst í anddyrinu.
Á skilrúmið var máluð landslags-
mynd, og var skilrúmið umvafið
hengijurt, sem óx þar í potti.
(Síðar uppgötvaði hann, að á
bak við skilrúmið var falinn inn-
gangur að innri húsagarði). Stein-
stigi lá upp á næstu hæð. „Upp
á loft!“ hrópaði leynilögreglu-
maðurinn.
Fyrir sex vikum hafði Quint-
ana tilkynnt saksóknara ríkisins,
í Mexíkóborg (Mexico City),
að sagt væri að leynildaustur
myndu vera starfrækt í Puebla.
Síðan hélt hann til Puebla, sem
er 85 mílum fyrir austan borg-
ina, og skyldi hann hefja þar leit
sína.
í byrjun maí komst hann á
slóðina. Bæjarverkfræðingarnir
voru að búa til ný kort af hinum
ýmsu hverfum bæjarins og urðu
undrandi þegar þeir fundu autt
svæði að baki Avenue 18 Poni-
ente, en þar átti ekkert óbyggt
svæði að fyrirfinnast. Þeir gengu
um götuna, en sáu aðeins óslitna
röð ibúða og verzlana, einnig við
bakgötuna og hliðargöturnar
tvær, sem mynduðu enda fer-
hyrningsins, er þessar fjórar göt-
ur afmörkuðu. Þeir klifruðu upp
á húsþak í nágrenninu. Á balc
við Avenue 18 Poniente sáu þeir
þá byggingar, sem liktust
klaustri, og innilokaða húsa-
garða með ávaxtatrjám í. Þeir
voru steini lostnir og tilkynntu
lögreglunni þetta, og því beind-
ist athygli Quintanas að götu
þessari. Ef til vill hefur hann val-
ið húsið nr. 103, vegna þess að
hann sá, að inn um dyrnar á því
var borið mikið magn af brauði
og grænmeti, miklu meira en
nokkur fjölskylda gæti hesthúsað.
Þegar Quintana kom upp á