Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 40
48
ÚRVAL
urinn lifir ekki af brauði einu
saman. Eða ber maður ekki frem-
ur umhyggju fyrir ættingjum og
yinum, ef þeir búa við efnahags-
legt öryggisleysi? Reyndar er
okkur þetta í sjálfsvald sett.
Framfarir í þjóðfélagslegri sam-
hjálp kalla á aukinn þroska þegn-
anna á ýmsum sviðum, og því
kalli verður að hlýða.
Það eru margir einmana í
kringum okkur, — eins og kynd-
uga, gamla konan, sem hangsar
í matvörubúðinni, ef það gæti
orðið til þess, að einhver færi
að rabba við hana; eða húðdökki,
útlendi námsmaðurinn, sem nýt-
ur sín ekki af því hann er í fram-
andi umhverfi, og svo eru allir
þeir öldruðu og lasburða. Al-
mannatryggingarnar geta séð
þegnunum fyrir lífeyri og læknis-
hjálp, og tæknin færir okkur upp
i hendurnar ýmis þægindi. Á því
sviði er sjaldnast þörf að kvarta.
En fleira þarf til. Einungis þú
og ég getum gert mannlegri sál
lifið einhvers virði, — rétt hjálp-
árhönd, brosað vinsamlega og
sýnt sannan náungakærleika.
Hve margar Stradivariusar fiðlur eru til?
TALIÐ er, að hinn frægi fiðlusmiður Stradivarius hafi búið
til yfir eitt Þ.úsund fiðlur en þó ekki meira en 3000. Árið 1947
töldu sérfræðingar, að alls væru nú til 325 fiðlur eftir hann, þar
af 185 í Bandaríkjunum og 140 annars staðar, mestmegnis í Evr-
ópu. Oft er talað um gamlar fiðlur, sem verið hafa marga manns-
aldra í sömu ættinni, taldar verðlausar en svo hafi komið í ljós,
að þær voru Stradivariusarfiðlur og því mikils virði. Slíkar sög-
ur eru ekki óalgengar, en oftast eða alltaf er um að ræða mis-
skilning. Á sumum fiðlum finnst standa Antoníus Stradivarius
Cremona, Faciebat Anno 1716 eða eitthvað svipað, en það tryggir
ekki, að þær séu eftir Stradivarius. Sagt er að það hafi tekið
Stradivarius 3 ár að smiða fyrstu fiðluna. E'n seinna gat hann
lokið einni fiðlu á viku.
VILJUGUR er fótur til vinarhúsa
Isl. málsháttur.