Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 68
76
Ú R VA L
svonefndu Burstarfellsætt, fædd
1855, dáin 31. okt. 1902.
Eftir lát konu sinnar bjó Hall-
dór með ráðskonu, Jakobínu Þor-
steinsdóttur frá Smáhömrum í
Strandasýslu.
Börn Halldórs og Ingibjargar
konu hans, er upp lromust, voru
þessi: Jón H. Fjalldal hreppstjóri
og óðalsbóndi á Melgraseyri og
Þórður hreppsnefndaroddviti og óð-
alsbóndi á Laugalandi, báðir þjóð-
kunnir búhöidar og atorkumenn.
Hólmfríður, giftist Baldri Eyjólfs-
syni söðlasmið, siðar Sigurði Þor-
grímssyni Vesturlandspósti.
Áður en Halldór kvæntist Ingi-
björgu, hafði hann eignazt tvær
dætur með Margréti Kristjánsdótt-
nr: Kristínu, konu Leós Eyjólfsson-
ar kaupmanns á ísafirði og Guð-
rúnu, konu Ásgeirs Péturssonar út-
gerðarmanns á Akureyri.
Halldór var mikill áhuga- og um-
bótamaður i búnaði og búskap og
brautryðjandi á margvíslegan hátt,
víðlesinn og fróður og ætíð vak-
andi fyrir öllum umbótum er orðið
gæti landi og þjóð til gagns og
heilla, enda þátttakandi og ötull
fylgismaður allra framfaramála
héraðsins. Var honum því falinn
fjöldi trúnaðarstarfa í sveit og hér-
aði. Hann var lengi hreppsnefndar-
oddviti í Nauteyrarhreppi, herskár
og ötull og verndaði sveit sína með
oddi og eggju fyrir ójöfnuði og á-
gengni. Hann kom þvl til leiðar,
að ekkert barn var alið upp á sveit
í Nauteyrarhreppi í hans tíð. Þau
voru öll tekin sem fósturbörn.
Sjálfur ól Halldór upp 10 fóstur-
börn auk sinna eigin barna.
Halldór var málafylgjumaður
mikill, skapstór, ráðríkur og óvæg-
inn við andstæðinginn og lét hvergi
sinn hlut, en óeigingjarn og til-
Iögugóður, væri fallizt á hans mál-
efni og farið að hans vilja. Hann
bar höfuð og herðar yfir flesta
sveitunga sína og héraðsmenn and-
lega og líkamlega, en tortryggður
og misskilinn af mörgum. Ég var
sveitungi hans í mörg ár. Ég var
þá óþroskaður unglingur, en mér
virtist fáir eða engir skilja Halidór
og meta eins og vert væri.
Sjálfur hreifst ég og dáðist að
áhuga og eldmóði þessa aldur-
hnigna bónda, sem var sívakandi
fyrir öllum nýjungum er til al-
mennilegrar menningar og aukinna
hagsælda horfðu. Hugsunarháttur
hans var gjörólíkur hugsunarhætti
annarra manna, þeirra, er ég þá
hafði kynnzt, því Halldór hugsaði
jafnan í áratugum og öldum meðan
hinir hugsuðu aðeins um kvöld og
morgunverkin. Ég held að flestir
hafi hugsað eitthvað svipað um
Halldór og kveðið var um vitmann-
inn mikla, Arnljót Ólafsson:
„Mér er um og 6 um Ljót,
ég ætla hann vera dreng og þrjót,