Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 146
154
URVAL
og sagðist vera að brenna: „Fötin
brenna mig.“ Hann reif þau af sér.
Um sólarlag hrópaði hann hátt
upp yfir sig og stökk fyrir borð.
Hann sást aldrei framar.
Theodore Corgat grét yfir hon-
um. Plantekrueigandinn vissi, að
hann mundi sjálfur fara sömu leið
innan skamms. „Antoine," sagði
hann við Vidot. „Ef guð skyldi láta
þig lifa, littu þá eftir drengnum
mínum. Seldu Marie Jeanne og
skiptu peningunum á milli ykkar.
Ég ætla að skrifa það i dagbók-
ina mína.“
Á 70. degi fékk Corgat ákafar
blóðnasir og féll síðan í dá. Þegar
hann lézt, höfðu Vidot og Selby
ekki nægilegt þrek til að bera lík-
ið út úr vélarhúsinu.
Vidot reif áklæðið af bekkjun-
um og batt það saman. Hann ætl-
aði að reyna að lyfta Iíkinu upp
með stöng. Þeir höfðu komið því
hálfa leiðina út úr vélarhúsinu,
þegar Selby gafst upp. Þeir létu
þá líkið liggja þar og breiddu yfir
andiitið. Seinna, þegar þefurinn
varð óþolandi, sprautaði Vidot yf-
ir líkið með vökvanum úr slökkvi-
tækinu.
Drengirnir tveir vissu nú, að
þeíta mundi brátt taka enda. Vidot,
sem aðeins tvítugur hafði sýnt
slíka foringjahæfileika, fór nú að
daprast. ,,Ef þú deyrð, Seiby, drep
ég mig. Ég get ekki verið hér
einn.“ Og Seiby sagði: „Ef þú
deyrð, geri ég það sama.“ Þeir
tókust í hendur og iögðust fyrir.
Langtímum saman vissu þeir ekki
af sér.
Á 74. degi vöknuðu þeir við
blástur í skipslúðri. Þeir héldu það
væri martröðin. Aftur og aftur
heyrðist 1 lúðrinum. „Se!by,“ sagði
Vidot að lokum og settist upp.
,,Skip.“
Selby muldraði: „O, það eru
bara nornir hafsins, sem eru að
kalla á okkur.“
Skipslúðurinn biés enn.
„Seiby, gáðu!“
„Ég get ekki staðið upp, Ant-
oine.“
Vidot dróst út úr káetunni ein-
mitt í þann mund er skipstjórinn
á ítaiska olíuflutningaskipinu
Montallegro hafði slegið föstu, að
fieytan væri manniaus. Hann
teygði upp skinhoraða handlegg-
ina.
Þrjár tiiraunir til að kasta línu
til Marie Jeanne mistókust, vegna
þess, að drengirnir voru of veik-
burða til að geta fest hana. Loks
gátu sjómennirnir dregið þá um
borð í körfu. Drengirnir féllu báð-
ir á kné á þilfarinu og lofuðu guð.
En sjómennirnir sneru sér undan
með meðaumkunartár í augum.
Carlo Girola, skipstjóri, sendi
skeyti til Victoria.
„Marie Jeanne fundin. Tveir lif-