Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 124
132
ÚR VAL
bláblettóttu rækju.sem heitir þeirra
nafni. Árið 1953 gat þýzki kafarinn
Haus Hass um sérstaka fisktegund,
sem æti sníkjudýr af öðrum fisk-
um. Árið 1954 skrifaði þýzki líf-
fræðingurinn Irenaus Eibl-Eibes-
feld um hreingerningarstörf fiska,
sem hann hafði séð að verki við
Bahamaeyjar, hann lét í ljós þá
skoðun, að þessi starfsemi væri al-
geng í höfunum yfirleitt. — John
E. Randall frá Miami-háskóla varð
var við fjórar tegundir hreingern-
ingafiska af Labroides-ættinni við
Hawaieyjar og Félagseyjar.
Tilraun til fáeinna ályktana al-
menns eðlis virðist nú mega gera.
Fyrirbrigðið virðist vera háþróaðra
í hitabeltissjó en í kaldari sjó.
Hreingerningategundirnar eru fleiri
í hitabeltissjó, þeirra á meðal er
ungviði hins gráa engilfisks, fiðrild-
isfiskurinn, gobyfiskar, spænska
svínið og fiskar af ættinni Lab-
roides. Jafnvel fjarskyldar teg. eru
svipaðar að byggingarlagi og vel
fallnar til hreingerninga, t.d. hafa
þær mjóan snúð og tennur, sem
líkjast smáflísatöngum. Þetta virð-
ist benda til þróunar í hreingern-
ingasérhæfni.
í hitabeltissjó eru hreingerninga
fiskarnir venjulega bjartir á lit og
mjög áberandi miðað við baksvið-
ið, fiskar sem eru áberandi í um-
hverfi sínu, virðast flestir vera
hreingerningafiskar. — Þar eð
hreingerningafiskar þurfa að vera
áberandi, er eðlilegt að þeir skuli
hafa þróazt f átt til sem mestrar
mótsetningar við útlit umhverfis-
ins. Sníkjudýrin eru mjög lík á lit-
inn þeim fiskum, sem þau iifa á og
eru venjulega ósýnileg manni, sem
horfir á hreingerningu. — Þessir
fiskar eru yfirleitt ekki félagslynd-
ir, en fara einförum, eða tveir og
tveir saman. I tempraða beltinu
eru hreingerningafiskarnir ekki
eins bjartir á lit og ekki jafnáber-
andi. Þeir hafa tilhneigingu til fé-
lagslyndis og halda sig jafnvel í
torfum, fjöldi þeirra er meiri, en
teg. eru færri.
Hreingerningavinnubrögð hita-
beltisfiskanna eru flóknari en
þeirra, er hafast við í tempruðum
sjó. Hinir síðarnefndu umkringja
eða fylgja fiskum, sem þeir ætla
að hreinsa, en hitabeltisfiskarnir
leika listir líkt og sumir karlfiskar
gera, þegar þeir eru í tilhugalífi.
Þeir þjóta ýmist áfram, afturábak
eða til hliðar og endurtaka sýn-
inguna þar til fiskur gefur sig fram
til hreinsunar. Oft verða þeir var-
ir við nærveru fisks á undan at-
hugandanum og flýta sér þá að
komast á réttan stað, áður en fisk-
urinn gefur sig fram til þess að fá
hreingerningu.
Sumar tegundir hreinsa aðeins
á uppvaxtarskeiðinu. Engin þeirra
virðist þó lifa eing. á hreingerningu.
En hitabeltisfiskamir komast nær
því marki að lifa eingöngu á hrein-