Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 39
AÐ KOMA í VEG FYRIR SJÁLFSMORÐ
47
og lystarleysi, einnig sinnuleysi
og áhugaleysi á flestum sviðum.
Sá þunglyndi er oftast kærulaus
um útlit sitt og daglegar venjur,
hættir jafnvel að umgangast
kunningja sína og leita sér upp-
lyftingar. Hugsunarhátturinn
verður neikvæður og bölsýnn.
Samvizka hans verður viðkvæm
úr hófi fram, og hann hefur á-
hyggjur af minnstu mistökum í
starfi sínu og kennir sjálfum sér
jafnvel um ávirðingar annarra.
Þegar svona er komið, er rökrétt
hugsun ekki upp á marga fiska
og sá hugsjúki getur hvenær sem
er talið sig óverðugan þess að
lifa lífinu.
í þessum tilfellum er læknis-
meðferð nauðsynleg. Raflost
kemur oft að góðu gagni, einnig
ýmis örvunarlyf. Aðalatriðið er
að koma sjúklingnum sem fyrst
af sjálfsmorðsstiginu.
Fólki eins og Mary S. og Arthur
gamla, sem réðu sér bana vegna
alvarlegra erfiðleika eða lélegrar
heilsu til viðbótar einmanaleik-
anum, má þvi einungis bjarga,
að það komist í samband við ein-
hverja, sem vilja hjálpa þvi. En
í mörgum stórborgum eru ein-
mitt til hjálparstöðvar á þessu
sviði, og þangað er hægt að
hringja í sima eftir aðstoð.
Síðastliðið ár yar í London
hringt nálega tvö hundruð sinn-
um á hjálp til þessara stofnana,
en þar eru ævinlega hæfir sjálf-
boðaliðar á vakt. Nú er búið að
opna svipaðar stofnanir í Edin-
borg, Glasgow, Liverpool, Man-
chester og fleiri stórum borgum.
Beiðnirnar koma aðallega frá
fólki, sem þjáist af miklu hugar-
angri, en einungis fáir geta talizt
alvarlega sjúkir.
Á móti hverju sjálfsmorði, sem
framið er, veit lögreglan um
fimm misheppnaðar eða mála-
mynda sjálfsmorðstilraunir. En
sjálfsagt eru þau tilfelli, sem vitn-
ast ekki um, margfalt fleiri.
Sjálfsmorðstilraun er næstum
alltaf örvæntingarþrungið ákall
um athygli og hjálp umheimsins.
Ef þessar málamyndatilraunir
bera ekki tilætlaðan árangur, er
hætt við, að viðkomandi aðili
grípi til alvörunnar. í Englandi
hafa nýlega verið sett lög sem
telja sjálfsmorð eða sjálfsmorðs-
tilraunir ekki glæpsamilegt ab-
liæfi, og það ætti að verða til að
draga úr sektarkenndinni.
Það liljómar kannski sem fjar-
stæða, en vera má, að velmegunin
i nútímaþjóðfélaginu og þá ekki
sízt almannatryggingarnar, verði
til að fjölga sjálfsmorðstilfelluin
hjá þessari kynslóð. En ekki er
óskynsamlegt að láta sér detta i
hug, að efnaleg hagsæld komi
manni til að gleyma því, að mað-