Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 133
DÓ NAPÓLEON AF EITRI?
141
hafnað þessari sjúkdómsgreiningu
í vísindalegu verki, sem gefið hef-
ur verið út í París. Dr. Forshufvud
er einn af frægustu sérfræðingum
í Evrópu, sem taka vísindin í þjón-
ustu sína við rannsókn glæpamála.
Bók dr. Forshufvuds er fram-
hald af grein, sem hann birti s.l.
haust í hinu brezka vísindariti
„Nature“ (Náttúran), en í grein
þeirri bar hann, ásamt dr. Anders
Wassen samstarfsmanni sinum og
brezka sérfræðingnum í réttarfars-
legri læknisfræði, dr. Fiamilton
Smith við Glasgowháskóla, fram
sameiginleg sönnunargögn til
sönnunar því, að Napóleon hafi
ekki dáið úr krabbameini, heldur
úr ólæknandi og bráðri arsenik-
eitrun.
Tómstundastarf dr. Forshufvuds
er rannsókn sagnfræðilegra plagga.
Hann vissi um þessa torræðu setn-
ingu í erfðaskrá Napóleons, sem
gerð var nokkrum dögum fyrir and-
lát hans: „Ég dey nú um aldur
fram, myrtur af enskum stjórnar-
völdum og leiguþýi þeirra.“ Þessi
orð voru yfirleitt túlkuð sem kvein-
stafir sjúks og biturs manns, og
túlkun sú virtist vera á góðum
rökum reist.
Hin sögulega staðreynd, að
einkalæknir Napóleons neitaði að
skrifa undir líkskoðunarvottorðið,
sem gefið var út á Sankti Helenu,
varð til þess, að dr. Forshufvud
tók að rannsaka mál þetta nánar.
Þessi sænski vísindamaður komst
að því, að Antommarchi bjó yfir
starfshæfni til að framkvæma ýtar-
lega likskoðun, en brezku lækn-
arnir fimm höfðu litla eða enga
reynslu í sjúkdómsgreiningarfræð-
um.
Enn grunsamlegri var þó stað-
reynd, sem í ljós kom við enn
frekari rannsókn gamalla skjala.
Það kom í ljós, að hinn enski
landsstjóri eyjarinnar hafði marg-
sinnis neitað Napóleon um leyfi til
þess að láta þá lækna stunda sig,
sem hann sjálfur veldi sér,
og hafði bann þetta þá giit um
langan tíma hverju sinni.
„Óbreytt“
sjúkdómseinkenni.
Dr. Forshufvud hafði þessa stað-
reynd í huga, þegar hann hóf ýtar-
lega rannsókn á sjúkrasögu keis-
arans á tímabili því, er hann dvaldi
á Sankti Helenu. Hann grandskoð-
aði endurminningar, bréf og skjöl
og komst að því, að eftirfarandi
sjúkdómseinkenni virtust næstum
óbreytt, meðan á hinum langvinnu
veikindum Napóleons stóð: ákafir
höfuðverkir, ákafar kvalir í kviðar-
holi, bólga í hægri síðu nálægt
lifur, bóignir, aumir og veikburða
fætur, niðurgangur og hægða-
tregða á víxl, þorsti, velgja og
uppköst, útbrot í húð, einkum á