Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 29
FER LOFTSLAGIÐ HLÝNANDI?
37
allt að 400 millímetrar (á Manila,
Filippseyjum), en þar sem mest
hefur dregið úr úrkomunni, að
þvi er mælzt hefur, er í Freetown
í Vestur-Afríku, eða rúmlega 700
millímetrar. Frá árinu 1910 til
1940 hefur úrkoman i heiminum
að meðaltali minnkað um 2,5
millimetra á ári.
Loftþrýstingurinn hefur einnig
verið háður merkjanlegri sveiflu:
Samanburður á veðurskýrslum
hefur sýnt, að meðallpftþrýsting-
urinn við Vestur-Grænland og
yfir Bretlandseyjum var tveim
millimetrum lægri árið 1940 en
1910.
Munurinn á loftþrýstingnum á
hinum ýmsu stöðum á sama tíma
er það aft, sem ræður einna
mestu um, hvernig veðrið er i
það og það skiptið. Það er einmitt
ioftþrýstingurinn, sem er undir-
staða styrks vindsins og stefnu
hans. Ekki er þessu þó þannig
farið, að vindurinn blási beina
leið frá svæði með háum toft-
þrýstingi til lágþrýstisvæðis.
Vegna snúnings jarðarinnar um
sjálfa sig beygir vindurinn til
hægri hér á norðurhveli jarðar
en til vinstri á suðurhvelinu.
Raunin verður því sú, að vindur-
inn kemur til með að blása hring-
inn í kringum lægðirnar (lág-
þrýstisvæðin), rangsælis á norð-
urhvelinu og réttsælis á suður-
hvelinu.
Ein afleiðing áminnztrar loft-
þrýstingsbreytingar, sem þróazt
hefur frá 1910 til 1940, er sú, að
í Danmörku hefur orðið nokkur
breyting á vindátt og vindsíyrk.
'Suðaustanáttin hefur verið tiðari
á síðari árum bæði sumar og vet-
ur, og í janúar hefur styrkur-
inn farið minnkandi síðan 1928,
og á seinustu árum hefur styrkur-
urinn i júlí farið tatsvert minnk-
andi.
Orsakanna til loftslagsbreyt-
inga hefur verið leitað af ýmsum
visindamönnum, en án árangurs
svo teljandi sé. Sumir hafa stung-
ið upp á þvi, að innri varmi jarð-
arinnar hafi tekið breytingum og
það haft áhrif á veðráttuna, en
aðrir hafa látið sér detta í hug, að
magn kotsýrunnar og eldfjalla-
ryks í loftinu hafi breytzt. Auk-
in kolsýra leiðir af sér hækkandi
hitastig', en aukning á ryki fram-
kallar minnkandi hita. En hingað
til hefur ekki verið hægt að sanna
að neinar breytingar hafi átt sér
stað varðandi þessi þrjú atriði.
Erfitt er að gera sér í hugarlund,
að geimrykið svonefnda orsaki
tiltölulega snöggar sveiflur i
veðurfarinu; fremur gætu þær
sveiflur náð yfir aldaraðir. Það
er því naumast um annað að ræða
en sótina sem orsakavald. Það