Úrval - 01.06.1962, Síða 58
66
ÚRVAL
vöxtur á beinum eyrans eða eitt-
hvert annað ólag á þeim ellegar
bólga i himnum hljóðholsins.
En þótt allt þetta sé í góðu
lagi, skynjar heilinn ekki hljóð-
ið réttilega, sé heyrnartaugin
ekki heilbrigð. í þeim tiifellum
er galiinn venjulega i taugaend-
anum við innra eyrað eða í
heyrnarstöðvum heilans sjálfs.
Þar sem ekki er hægt að gera
við skemmda taug, er miklum
erfiðieikum bundið að hjálpa
þeim sjúklingum, sem skortir
heyrn af þessum sökum. En ný
hjálpartækni hefur hér komið í
góðar þarfir, eins og framfarir
í varalestri og fleiru. Sérstaklega
eru það börnin, sem njóta góðs
af þessu.
Hvað er um heyrnartækin að
segja? Þau eru til ómetanlegrar
hjálpar öllum þeim þúsundum,
sem hafa daufa heyrn, en sér_
fræðingarnir ráðleggja fólki að
leita til sin áður en heyrnartæki
eru keypt. Þótt þau séu mikil
blessun, má ekki gleyma, að þau
eru hjálpartæki, en ekki lækn»ng.
Ung börn geta vel vanizt þeim,
og bezt er að börnin fái tækin
sem yngst, jafnvel tveggja eða
þriggja ára.
Áhrifamestar hafa framfarirn-
ar orðið í skurðlækningum á
þessu sviði. Skurðtækin örsmáu,
sem fundin hafa verið upp, gera
lækninum mögulegt að athafna
sig i þröngum holrúmum eyrans,
og árangurinn er sá, að nú end-
urheimta heyrnina ýmsir þeirra,
sem talið hafði verið vonlaust
um, að gætu fengið bata.
Brottnám istaðsins úr eyra
húsmóðurinnar í Detroit, sem áð-
ur getur, sýnir vel þær framfarir,
sem átt hafa sér stað í rannsókn-
um á eyrnasjúkdómum og skurð-
lækningum við þeim. En aðrar
og róttækari aðgerðir en ístaðs-
skurðir hafa verið gerðar með
góðum árangri.
Alvarleg heyrnardeyfa, sér-
staklega hjá börnum, getur staf-
að af vissri tegund bólgu í hljóð-
holinu. Þetta getur siglt í kjöl-
far skarlatssóttar, mislinga og
ýmissa kvefsótta. Bólgan leiðir
af sér vökvamyndun og rýfur
stundum gat á hljóðhimnuna.
Þetta er hægt að ráða við, ef sér-
fræðingur fær sjúkdóminn undir
eins til meðferðar. En sé ekkert
aðhafzt, getur bólgan búið um
sig árum saman og í sumum til-
fellum valdið skemmdum á hljóð-
holinu.
En hin nýja skurðtækni gerir
læknunum einnig kleift að ná
góðum árangri í mörgum þess-
ara tilfella. Og rannsóknunum
hefur verið beint lengra — að
sambandi heyrnartaugarinnar