Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 126
134
ÚR VAL
ari í Kaliforníuflóanum, nálægt
Guaymas, að hreingerning fór
einkum fram við klettótta tanga, á
hverjum stað voru tveir fiðrildis-
fiskar og einn engilfiskur. Ég
gerði ráð fyrir, að samansafn ann-
arra fiska á þessum stöðum væri
vegna þess, að þarna væru kross-
götur fiska, sem kæmu frá svæð-
um sitt til hvorrar handar. Árið
1958 sagði Randall frá athugunum
sínum á hreingerningafiskum við
Félagseyjarnar, hann sá að fiskar
komu um alllangar vegalengdir til
hreingerningastaðanna — en ekki
aðeins frá nálægum slóðum. Peder-
sensbræður komust að sams konar
niðurstöðu við Bahamaeyjar,
þeir sögðu að hreingerningafisk-
arnir væru á sérstökum stöðum
við kóralrifin og drægju að sér
viðskiptafiska af stórum svæðum.
Síðari rannsóknir hafa staðfest
þessar athuganir. Hinar ýmsu teg-
undir hreingerningafiska og rækja
hafa tilhneigingu til að safnast
saman á vissum stöðum, við kóral-
rif, lautir í botninum, við strönduð
skip og við útjaðra þangsvæða. Að-
setur þeirra á þessum stöðum er að
miklu leyti ástæðan til þess, að
fjöldi annarra fiska safnast þangað
oft. — Jafnvel lítil hreingerninga-
stöð í hitabeltinu kann að afgreiða
mikinn fjölda fiska á einum degi.
Ég sá einu sinni 300 fiska hreins-
aða við Bahamaeyjar á sex tím-
um, meðan bjart var af degi. Sum-
ir fiskanna fara frá einum stað til
annars og koma oft aftur sama
daginn. Sumir komu dag eftir dag
með vissu millibili, þá var hægt að
þekkja á sýktum blettum. — Yfir-
leitt virtust margir þessara fiska
eyða eins löngum tíma á hreingern-
ingastöðvunum og við að afla sér
fæðu. Á stöðum, þar sem þúsundir
hreingern.fiska halda sig, hljóta
hreingerningasamskiptin (cleaning
symbiosis) að hafa mikilvæga þýð-
ingu fýrir dreifingu og samansafn
fiskanna í sjónum. Skoðun mín er
sú, að senorítan og litli gullbrúni
þangaborrinn dragi að sér fisk úr
djúpum sjó upp að jöðrum þang-
svæðanna við ströndina.
Mestallur fiskur, sem heldur sig
við grynningar, kann að vera þar
vegna hreingerningastöðvanna. —
Hreingerningasamskipti kunna að
vera skýringin á fiskisæld vel
þekktra staða við Santa Catalínu-
eyjarnar, má þar nefna svæðið
kringum sokkna skipið Valiant, La
Jolia þangsvæðin, neðansjávar-
gjána og við Coronadoeyjarnar.
Þetta þarf allt að rannsaka betur.
Við tilraunir í Bahamaeyjum fjar-
lægði ég eitt sinn alla hreingern-
ingafiska frá tveimur smágrynning-
um, þar sem mikið virtist vera af
fiski. Eftir fáa daga hafði fiski þar
stórlega fækkað, eftir tvær vikur
var allur fiskur annar en stað-
bundinn fiskur horfinn.
Tilraunin sýndi, að hreingem-