Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 34
42
Ú R VAL
á „land“ og athafnað sig, þegar
þau kæmu upp á yfirborðið.
Þess vegna er það naumast
undrunarefni, hve þekkingin var
komin skammt í þessum efnum
i byrjun nítjándu aldarinnar. En
það sem ýtti nú við mönnum,
óbeint að vísu, var fjarskyldur
hlutur. Þetta var talsíminn. Þeg-
ar fyrst var hugleitt að leggja
símastreng yfir Atlantshafið um
miðbik nitjándu aldarinnar, kom-
ust menn ekki hjá að reyna að
kynna sér hafstrauma og annað,
sem skipti máli varðandi lagn-
ingu á símastreng, Kom þar helí t
við sögu yfirmaður í bandariska
flotanum, Matthew Maury að
nafni.
En frumkvöðulinn að hafrann-
sóknum ag vísindalegum fisk-
veiðum verður líklega að telja
Englendinginn Edward Forbes,
sem ferðaðist um Egeahaf árið
1842. En hann þreifaði aldrei
fyrir sér með veiðitæki sín neð-
ar en á 250 metra dýpi; líklega
sökum lélegs útbúnaðar. Enda
var eftirtekjan rýr, fisktegund-
irnar fáar, sem hann náði upp á
yfirborðið. En á grundvelli þess-
ara rannsókna lét hann ekki
lengi híða að drag'a þá ályktun,
að líf gæti ekki þrifizt neðar í
sjónum en á fimm hundruð metra
dýpi. Og þessi kenning um landa-
mæri lífs og dauða í hafinu var
tekin góð og gild í um það bil tvo
áratugi.
Þess vegna kom visindamönn-
um injög á óvart atburður einn,
sem átti sér stað varðandi sæ-
símastrenginn milli eyjunnar
Sardinia í Miðjarðarhafinu og
horgarinnar Bone í Alsír árið
1860. En þannig hafði atvikazt,
að strengurinn brast undan eig-
in þunga, þar sem hann lá yfir
djúpan ál. Þegar annar endinn
var dreginn upp á yfirborðið,
kom í ljós, að hann var þakinn
ýmsum lífverum: skelfiski, sæ-
fíflum, svömpum og fleiru. Samt
hafði strengurinn verið á tvö
þúsund metra dýpi — eða fimm-
tán hundruð metrum fyrir neðan
hinn „lífræna sjó“ vísindamann-
anna!
Eftir þetta opnuðust augu
manna og hinar raunverulegu
hafrannsóknir hófust, og næstu
tvo áratugina bættist mjög mikið
við þekkinguna. Einkum voru
Englendingar iðnir við að ge-ra
út hafrannsóknarskip.
Einnig er vert að minnast á
rannsóknarferðir þýzka skipsins
Valdivia um aldamótin 1900,
svo og leiðangra Alberts prins
af Monaco eftir þau aldamót.
Arið 1901 setti Albert prins mel,
sem stóð lengi óhnekkt: Hann
sannaði, að líf væri i sjónum allt
niður á sex þúsund metra dýpi