Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 31
FER LOFTSLAGIÐ HLÝNANDI?
39
snauða vatn breiðir úr sér í
Norðurishafinu og ógnar hafinu
við ísland og Norður-Noreg, en
þar eru mikil fiskimið. Því má
segja, að náttúran hóti að taka
með annarri hendinni það sem
hún gefur með hinni, en vitað er
að þetta brædda ísvatn spillir
mjög' lifsskilyrðum fiskanna. Afla-
skýrslur benda lika til minnk-
andi afla veiðiskipa fyrir norðan
ísland og í Barentshafi. Árið 1950
brást afli við Grænland, og er
ástæðan talin vera aukinn kuldi
það ár.
Þær loftslagsbreytingar, sem
þegar eru búnar að eiga sér stað,
hafa haft mikla þjóðhagslega
þýðingu. Og ef þessi breyting
helzt eða á henni verður áfram-
haldandi aukning verða áhrifin
enn viðtækari. Vísindin geta ekk-
ert ákveðið sagt um, hvaða stefnu
veðurguðirnir taka í framtíðinni,
en enginn getur bannað okkur að
vona hið bezta.
x>
XX
Heiður þeim, sem heiður ber.
1 HINU fræga ráðhúsi í Stokkhólmi eru eirmyndir af mönn-
um, sem áttu hlut að því að koma byggingunni upp. •— Þær eru
þó ekki af byggingarnefndarmönnum eða fésýslumönnum, sem þar
komu nærri, heldur mönnum, sem beinlínis unnu við bygginguna.
Þar er mynd af manninum sem iagði fyrsta steininn, og af þeim,
sem vann flesta daga, þeim, sem fékkst einkum við járnsmíðina
o. s. frv. Allir þessir menn voru á sínum tíma valdir af vinnu-
félögum sínum til.að hljóta þennan heiður.
W' -
Að „virkja“ ta! sauniakonunnár.
EINHVERS STAÐAR hefur sú saga komið á prent, að Edison
hafi verið að hugsa um að „virkja" tal saumakonu, þannig að
hún gæti með masi sinu knúið saumavélina áfram. Höfundur
sögunnar hefur haft óljósar hugmyndir um þá orku, sem býr
í venjulegu tali. Þótt milljón manns spjallaði ákaft í klukku-
stund, mundi orkan ekki. nægja- til að hita einn kaffibolla.
— Hvers vegna — Vegna þess.