Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 43
ÆTTU KONUE AÐ BERA UPP BÓNORÐIÐ?
51
hann að þeirri gremjulegu stað-
reynd, að fyrri stúlkan var ein-
mitt hrifin af honum engu siður
en hann af henni ... Hann nag-
ar sig í handarbökin og hugsar:
Ef ég hara hefði vitað þetta í
tíma! Ef hún hefði sýnt mér
einhver minnstu merki þess,
hvert hugur hennar stefndi! ...
En nú er allt orðið um seinan:
Hún er gift kona og þriggja
barna móðir.
Altweiberfastnacht allt árið
um kring —• en hvað það er töfr-
andi tilhugsun! Þá mundi margt
óvænt koma í Ijós!
En ég veit annars ekki, hvort
þetta er rétt hjá mér. Fár veit,
hverju fagna skal. Þær venjur,
sem við búum við í ástamálum,
hafa sína stóru kosti, eins og
alla þá eftirvæntingu og spenn-
ing, sem þær skapa. í þessum
efnum er bezt að viðhafa vissa
hófsemi og leynd. Stúlkurnar ein-
ar njóta þeirra sérréttinda að
vera eftirsóttar fyrir opnum
tjöldum. Ef karlmennirnir yrðu
fyrir annarri eins ásókn og á-
reitni af hendi stúlkna, sem þeir
vilja ekki lita við, mundi það
ekki auka stolt þeirra, heldur
reita þá til reiði. Þess vegna
vildi ég ekki, að „neinu yrði
breytt frá því sem er. í öðru lagi
mundi mig ekki langa til að vera
veggskraut á dansleik ...
Já, þegar á allt er litið, held
ég, að þetta sé bezt eins og það er.
Undarleg stjarna úti í geimnuin.
1 KENTÁR er stjarna, sem stjarnfræðingar horfa á í forundran.
Hún er fimm sinnum efnismeiri og fimm sinnum meiri í þver-
mál en sól jarðarinnar. E'n þar með er lokið öllum líkindum
þeirra í milli. Hitinn á þessari stjörnu er 27 þús. stig eða þrefalt
meiri en á vorri sól. En gagnstætt Þvi sem venja er um heitar
stjörnur, sem snúast venjulega mjög hratt, stendur hún graf-
kyrr. Þá er og komið á daginn, að hlutföll i efnasamsetningu
eru mjög einkennileg á þessari stjörnu. Þar er t. d. mikið af
efninu krypton, ísótóp er fram kemur við kjarnaklofningu. Þar
er fjórum sinnum meira af köfnunarefni, 100 sinnum meira af
fosfór, en aftur á móti ákaflega lítið af súrefni og helíum.
— Science Digest.