Úrval - 01.06.1962, Side 69
HANN DÓ STANDANDI
77
í honum er gull og grjót. —
Hann getur unnið mein og bót.“
Þess verður að geta í þessu sam-
bandi, að ærið erfitt er að gera sér
grein fyrir og lýsa persónugerð
einstaklingseðlisins — ekki sízt
þegar um aðalsmann er að ræða,
slíkan sem Halldór á Rauðamýri.
Persónugerð eða karakter tveggja
mikilmenna getur verið ærið ólík,
jafnvel þótt skyidmenni séu:
„Aldrei er sama sinnið hjá tveim,
þótt sama glysi þeir báðir flíki“ —
segir Einar skáld Benediktsson. En
eins er þó ávallt að gæta með ein-
staklinginn, mikilmennið og aðals-
manninn, að hann vex og þroskast
að vísdómi, sérþekking, dómgreind
og kænsku meðan samfélagið held-
ur heimsku sinni óskertri. — Þess
vegna er það krossinn, gálginn, bál-
ið eða eiturbikarinn, sem að gagni
mátti verða á sínum tíma, og ef
til vill enn, gegn ofvitrum einstak-
Iingum eins og Sókratesi eða sjálf-
um Jesú, svo einhverjir séu nefnd-
ir, sem ekki áttu jarðnesk auðæfi,
en voru hins vegar óánægðir með
samfélagið og vildu betrumbæta
það. Aflífun þessara manna nefnir
heimurinn fórn eða friðþæging, —
enda þótt það sé öfugmæli.
En Halldór átti Rauðamýri, í
orði kveðnu að minnsta kosti, enda
þótt hann væri hugsjóna- og fram-
kvæmdamaður og eitthvað skuld-
ugur að sjálfsögðu. En húsbóndi
var hann á sínu heimili, já, — allt
til æviloka, þar kom enginn ann-
ar til greina.
Eftirfarandi hugsun flaug mér
því oft í hug á mínum ungdóms-
árum, er ég heyrði Halldór tala:
Skyldu menn hlusta á Halldór
halda ræðu ef hann ætti ekki
Rauðamýrina og væri þar ekki ó-
háður húsbóndi á sfnu heimili? Enn-
þá get ég ekki svarað þeirri spurn-
ingu. En mér fannst þá, að Halldór
mundi hafa þagað og ekkert sagt,
hefði hann ekki átt Rauðamýri.
Það hafa verið mér heilabrot, oft
og tíðum er ég eltist, hvað það var
í ræðu þessa málstirða manns, er
vakti þessa óskiptu athygli allra
þeirra er á hann hlýddu. Ég hygg
að það hafi aðallega verið eftir-
farandi:
Halldór talaði aldrei fyrir sjálfan
sig eða sinn eigin hag. Líf hans
sjálfs kom málefni ræðunnar lítið
við, að því er virtist, og ekki held-
ur skoðanir hans, frekar en hann
væri sjálfur áhorfandi. Ræðuefnið
eitt út af fyrir sig var látið tala
og túlka viðhorfið. Þess vegna
fannst hverjum og einum er á
hlýddu, að ræðumaður væri að
tala fyrir þeirra munn, frá þeirra
eigin brjósti, en ekki fyrir sjálfan
sig. Halldór var ekkert að flýta sér
að komast að kjarnanum. Og mál-
reifun hans gat orkað tvímælis.
Oft var eins og hann tæki útúr-