Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 8

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 8
jókst það frá ári til árs. Nokkur fyrstu árin önnuðust báðir Víkur- bændur, faðir minn og Þorsteinn Jónsson, hreppstjóri í Norður- Vík, afgreiðslu á þessum vörum. Faðir minn keypti borgarabréf árið 1890. Hafði hann þá að vísu rekið verzlun í fremur smáum stíl allt frá 1884. Þess gat hann við mig, að mágur hans, Sigurður Ólafsson, sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri, hefði sagt sér, að ekki gæti þetta gengið þannig að hafa ekki verzlunarréttindi. Upp úr þessum pöntunum myndaðist svo kaupfélag, er stofnað var hinn 29. október 1892, og samin lög fyrir félagið. Formaður var kosinn Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, Kirkjubæjar- klaustri, en faðir minn kosinn framkvæmdarstjóri. Félag þetta var skírt Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga. Lög þessa félags voru ákaflega ströng. Allar útfluttar vörur voru metnar, og ef þær stóðust ekki matið, hvíldi öll ábyrgðin á framkvæmdarstjóra. Þá var ákveðið, að þeir sem pöntuðu vörur, yrðu að setja tryggingu fyrir pöntunum sínum með loforðum um innlegg í afurðum. Deild- arstjórar voru í öllum hreppum sýslunnar og einnig undir Austur- Eyjafjöllum. Þeir innheimtu nokkuð, en aðalinnheimtan hvíldi þó ætíð á föður mínum. Ég fylgdist vel með þessum pöntunarvörum, er kom fram á árið 1895. Þá var ég sem næst 12 ára og byrjaði um það leyti að hjálpa til, var fyrst í smásnúningum og síðan við afgreiðslu á pöntunarvörum. Menn voru mjög vandlátir, vildu fá góða vöru og nákvæmlega það, sem þeir pöntuðu. Mér er minnisstætt með vefjargarnið, sem kom í enskri vigt (libs) og vó aðeins 453 grömm. Sumir voru það kröfuharðir, að fá sitt pantaða pund, að það varð að taka af annarri hespu til að fuligera pundið, og vildi garnið með þessu fara í flækju. Vín pöntuðu bændur hjá félaginu, og man ég, að ég mældi oft á trékútana bæði spíritus og romm, er mér fannst angandi góð lykt af. Faðir minn lét af framkvæmdarstjórn félagsins 1898, eða eftir sex ára starf. Þessi ár hafði hann jafnframt verzlað fyrir sinn eigin reikning. Eftir að hann hætti, var kosin ný stjórn í félag- inu, og var formaður hennar séra Magnús Bjarnarson á Prest- bakka, og framkvæmdarstjórar minnir mig að hafi verið þeir Þorsteinn Jónsson í Norður-Vík og Einar Brandsson á Reyni. Um 6 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.