Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 38
Við skálann á Fimmvörðuhálsi. Frá vinstri: Þórður, Sigurjón,
Þórhallur, Albert og Björn.
blátt og óendanlegt, og þar úti í fjarlægðinni ljómuðu Vestmanna-
eyjar í morgunsólinni.
Brátt var haldið áfram, og lá leiðin um sæmilega greiðfæra
mela og móa inn heiðina. Nokkurn spöl var ekið með árgljúfri
Kvernu, og getur þar að líta fallega fossa í ánni. Öll var leiðin
á brattann og hækkaði landið ört. Þegar komið var inn um Kamb-
fjöll, sást til Drangshlíðartinds í suðri. Virtist hann nú ærið
tilkomulítill og lágreistur miðað við það, sem hann sýnist úr
byggð. Skömmu síðar fórum við yfir eystri kvísl Skógaár á góðu
vaði. Af veginum sést til nokkurra fossa í Skógaá, en alls munu
þeir vera rúmlega tuttugu fyrir ofan Skógafoss, svo að þessi á
er ekki að ófyrirsynju nefnd Fossá í fornum ritum. Gróður varð
æ fáskrúðugri, eftir því sem innar dró og land hækkaði. Brátt var
varla annað að sjá en ýmiskonar mosa, einstaka grastoppa, jökla-
sóleyjar og nokkur önnur hálendisblóm á stöku stað. Vegurinn
varð sífellt grýttari, enda nefnist þessi efri hluti heiðarinnar einu
nafni Hraun. Skálann á Fimmvörðuhálsi bar nú við himinn fram-
undan. Veðrið fór lægjandi og skýjaflókinn yfir Eyjafjallajökli
36
Goðasteinn