Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 85
þétt þoki að því marki, að vel menntaðir menn fari með sÖng-
stjórn safnaðanna. Mörg vandamál bíða þó úrlausnar á þessu
sviði og sum ekki auðleyst. í sumum söfnuðum landsins er svo
komið, að enginn fæst til að gegna starfi organleikara, og líkur
benda til þess, að þeim söfnuðum muni fremur fjölga en fækka á
næstu árum.
Nýr tími er að leysa gamlan af hólmi á íslandi. Gerbreyting
þjóðfélagshátta og þjóðmenningar yfirleitt blasir við á öllum
sviðum. Andlegir leiðtogar þjóðarinnar verða að hafa forystu um
það að sjá því borgið, að forn menningararfur verði ekki fyrir-
litinn líkt og ónýt flík heldur gerður hluti af daglegu lífi nútíma
mcnningarþjóðfélags. Ég fagna starfi, sem miðar að því að koma
að nýju til vegs og virðingar arfi þjóðarinnar í fornhelgri tón-
menningu. Fáir vita, að almennur safnaðarsöngur lagðist niðu.r
hér á landi eftir aldamótin 1800, er Grallarinn hvarf úr notkun.
Fram að því kom hver maður, karl og kona, í kirkju með messu-
bók sína og tók, eftir getu, fullan þátt í sálmasöng og messu-
svörum. I Viðeyjarsálmabókinni var mikið af nýjum sálmum,
ortum í öðrum anda en fólk felldi sig þá við, messunni sjálfri
var til muna breytt, ný lög, sem fáir kunnu og flestir höfðu í
byrjun andúð á, komu í stað hinna gömlu. Af þessum breytingum
leiddi þann ósið, sem enn er allsráðandi, að menn komu í kirkju
tii að hlusta en ekki til að taka þátt í messunni með bænum,
lofsöngvum og sálmum. Nokkrir útvaldir menn sungu fyrir allan
söfnuðinn. Þetta er óbærilegt viðhorf fyrir allt kirkju- og trúarlíf
og ein orsök þeirra dauðamarka, sem á því eru. Aukin þátttaka
safnaðanna í messunni mun leiða af sér betri kirkjusókn. Þarna
er verk, sem vinna þarf í anda hins fornkveðna: „Kenn þeim
unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist mun
hann ekki af honum víkja“.
Það er svolítið undarleg tilfinning, sem fylgir því að tala þessi
kveðjuorð hér. Ég þekkti fæst ykkar fyrir viku, nú finnst mér
sem ég sé að kveðja gamla og kæra vini. Ég sótti þetta námskeið
með hálfum huga, ekki örgrannt um, að ég bæri kvíðboga fyrir
að hitta hér hálærða menn í stjórn og starfi. Allt hvarf það eins
og dögg fyrir sólu. Ég hitti að sönnu hálærða menn og fann í
Goðasteinn
83